Fara í efni
Minningargreinar

Hermína Jónsdóttir – lífshlaupið

Hermína Jónsdóttir fæddist á Akureyri 14. janúar 1932. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 17. febrúar 2024.

Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson og Rannveig Sigurðardóttir. Systur Hermínu voru sex; Ingibjörg, Ester, Jakobína, Ragnhildur, Pálína og Sigríður. Þær eru allar látnar.

Hermína kvæntist 1. mars 1958 Níelsi Jakobi Erlingssyni frá Hvalba á Suðurey, f. 10. júlí 1933, d. 9. apríl 2020. Foreldrar hans voru Erling Niclasen og Maria Elisabet Fredrikka Niclasen. Börn Hermínu og Níelsar eru fjögur: 1) Rannveig María, f. 3. ágúst 1959, eiginmaður hennar er Dag Albert Bårnes, f. 1960. Börn þeirra eru Jón Albert, María Elísabet og Anna Margrét. 2) Erling, f. 5. febrúar 1962, eiginkona hans er Ann Merethe Niclasen, f. 1962. Börn þeirra eru Jan Hermann, Rebekka, Níels Jakob og Íris. 3) Anna Marit, f. 26. september 1966, eiginmaður hennar er Jón Stefán Baldursson f. 1960. Börn þeirra eru Daði, Freyr og Katrín. 4) Ragnhildur Jóna, f. 11. september 1969.

Barnabarnabörnin eru orðin tólf.

Hermína fór ung suður að vinna fyrir Hjálpræðisherinn þar sem hún kynnist Níelsi eiginmanni sínum. Hún starfaði lengst af sem húsmóðir á Akureyri en þegar að börnin urðu eldri sinnti hún ýmsum störfum, m.a. í verslun og í fyrirtæki þeirra Níelsar, Stáliðn. Síðustu starfsárin vann hún við umönnun fatlaðra. Hún var virk í starfsemi Hjálpræðishersins og Gídeon.

Útför Hermínu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 1. mars klukkan 13.

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00