Fara í efni
Minningargreinar

Hermína Jónsdóttir

Elsku amma.

Það er erfitt að setjast niður og koma þakklæti okkar og ást til þín í orð. Ósjálfrátt hefur hugurinn reikað víða síðan þú kvaddir okkur. Fyrstu minningarnar af þér einkennast af tilhlökkun og spennu að komast í heimsókn eða pössun til ömmu Hemmu og afa Níelsar. Ykkar heimili var endalaus uppspretta ævintýra, kærleiks, leikja, útiveru og góðgætis. Þar fundum við fyrir þinni smitandi lífsgleði, skilyrðislausu ást og þolinmæði. Strax í bernsku okkar vorum við höfð með í öllum heimilisverkum, hvort sem það var eldamennska, þvottur, garðvinna eða viðgerðir. Allar stundir í Lönguhlíð voru gæðastundir, uppfullar af kennslu, athygli og umburðarlyndi. Sömuleiðis fengum við að fylgja með í flest erindi utan heimilisins. Í minningunni snérust öll þau erindi um sjálfboðastörf og vinnu fyrir náungann sem er góður vitnisburður um ævistarf og arfleifð ykkar.

Það var mikil gleðistund hjá okkur systkinunum þegar okkur var tilkynnt um fyrirhugaðan flutning í Kjarnagötu, nýja íbúðin varð að algjöru aukaatriði þegar við heyrðum af nágrönnunum. Þessir flutningar reyndust vera eitt mesta gæfuspor lífs okkar og það er að stórum hluta ykkur að þakka. Það var ómetanlegt að hafa þennan greiða aðgang að heimilinu ykkar. Við gátum alltaf treyst á að vera tekið með opnum örmum og brosi. Hvort sem erindið var að létta af sér áhyggjum, fá klapp á bakið eða komast hjá heimilisverkum, áttum við alltaf öruggt skjól í sófanum ykkar. Sömuleiðis var hægt að treysta á næði til lærdóms og sköpunar, fótbolta í sjónvarpinu og appelsínukökuna.

Þú hafðir einstakt lag á að hvetja okkur áfram í verkefnum lífsins. Með jákvæðnina að vopni fylltir þú okkur sjálfstrausti hvort sem það var í námi, íþróttum, hljóðfæraleik eða öðrum verkefnum. Án vafa hvatti þetta okkur áfram en aldrei fundum við fyrir neinni pressu frá þér. Einungis einlægum vilja þínum um að okkur myndi vegna vel. Jafnvel síðustu árin þegar kraft þinn fór að þverra fundum við að þú hafðir hagsmuni okkar fyrir brjósti. Við munum koma til með að sakna þín ótrúlega en það er ekki annað hægt í sorginni en að fyllast þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt þig að öll þessi ár og vera hluti af þínu fallega lífi. Þakklæti fyrir kærleikann, hlýja faðminn og allt sem þú kenndir okkur. Þakklæti fyrir trú þína á eilíft líf og að þú fáir þína verðskulduðu hvíld við hlið afa. Minning þín og gildi lifa í hjörtum okkar. Við munum gera okkar allra besta við að breiða út þinn óþrjótandi kærleik sem víðast og hjálpa náunganum eins og þú kenndir okkur.

Hvíldu í friði elsku amma.

Daði Freyr Katrín

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00