Fara í efni
Minningargreinar

Helgi Rúnar Bragason – lífshlaupið

Helgi Rúnar Bragason var fæddur 5. júní 1976. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 27. ágúst síðastliðinn eftir rúmlega tveggja ára baráttu við illvígt krabbamein.

Foreldrar Helga Rúnars eru Bragi Ingvason og Bylgja Björk Guðmundsdóttir. Systkini hans eru Guðmundur og Guðrún Inga. Eiginkona Guðmundar er Stefanía Sigríður og eiga þau þrjá syni. Eiginmaður Guðrúnar Ingu er Sigurður Þyrill og eiga þau tvær dætur.

Eiginkona Helga Rúnars er Hildur Ýr Kristinsdóttir, f. 24. mars 1976 og eiga þau eina dóttur, Karen Lind, f. 22. nóvember 2003. Foreldrar Hildar Ýrar eru Kristinn Hólm og Margrét Guðmundsdóttir.

Helgi Rúnar ólst upp í Grindavík. Hann hóf ungur að stunda körfuknattleik, lék með yngri flokkum Grindavíkur og varð bikarmeistari með meistaraflokki árið 1998. Helgi Rúnar útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2004.  Hann flutti til Akureyrar ásamt eiginkonu og dóttur árið 2005 og þar hefur fjölskyldan búið síðan.

Helgi Rúnar var framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar þegar hann féll frá. Hann þjálfaði hjá körfuknattleiksdeild Þórs í mörg ár, þar á meðal meistaraflokk kvenna. Helgi Rúnar var félagi í Round Table til margra ára, gegndi þar embættum, meðal annars embætti landsforseta.  Hann var gerður að heiðursfélaga Round Table árið 2022.

Útför Helga Rúnars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 11. september 2023, klukkan 13.

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00