Fara í efni
Minningargreinar

Helgi Rúnar Bragason

Hildur og Helgi, nöfn sem einhvern veginn hafa verið samofin í litla vinahópnum okkar í svo langan tíma. Hildur varð vinkona okkar á framhaldsskólaárunum og stuttu síðar bætist Helgi í hópinn og einhvern veginn varð strax eins og þau hefðu alltaf verið eitt. Sæti flugþjónninn sem að lokum náði að heilla Hildi okkar. Hann þurfti að hafa aðeins fyrir því en þegar ástarloginn kviknaði logaði hann sterkur allt til hinstu stundar.

Þó við höfum aldrei búið öll á sama landshlutanum hélst vináttan og þrátt fyrir að hittingar okkar á milli hefðu svo sannarlega mátt vera tíðari þá var alltaf eins og síðast hefði verið í gær þegar hópurinn náði saman. Síðast núna í vor þegar við áttum saman gott kvöld. Vinátta gerist ekki sannari en það. Helgi varð einhvern veginn oftar en ekki lífið í partýinu. Minning sem mun lifa lengi með okkur er þegar Karen Lind útskrifaðist og Helgi, þá orðin alvarlega veikur, poppaði kampavíni í gríð og erg. Helgi var matmaður mikill og sælkeri á góðan mat og gott vín. Oftar en ekki endaði matreiðslan hjá hópnum með því að Helgi dassaði sósuna örlítið.

Hrekkir, glens og gaman. Fyrirgefðu þegar við sprautuðum kalda vatninu inn um gluggann þegar þú varst í sturtu og þóttumst hringja frá Gallup þegar þú hafðir ekki tíma til að hitta okkur því það var körfuboltaleikur í gangi. Það var aldrei leiðinlegt þegar við hittumst. Jana og Atli munu hugsa til þín þegar þau fara í fótboltaferðina sem þið náðuð ekki að fara í saman. Minningin um ferðina á Anfield, sem var farin, mun lifa um ókomna tíð.

Elsku Helgi, kveðjustundin er svo sannarlega ótímabær og eftir sitja ættingjar og vinir um allan heim í sárum. Vinamargur varstu svo sannarlega. Elsku Hildur stóð eins og klettur við hlið þér í erfiðum veikindum. Þú barðist fallega, hart og náðir eins og þér var einum lagið að láta gott af þér leiða í leiðinni. Á endanum þraut baráttuþrekið, þú gast ekki meir. Skarð hefur verið hoggið í hópinn okkar. Við lofum að standa þétt við bakið á ástinni þinn og sólargeislanum Karen Lind. Kæri vin hvíl í guðs friði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þangað til næst.

Kristjana Hinriksdóttir, Atli Freyr Kjartansson, Guðný Jóhannesdóttir, Karl Jónsson og fjölskyldur.

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00