Heimir Þorleifur Kristinsson – lífshlaupið

Heimir Þorleifur Kristinsson, húsagagna- og húsasmiður, fæddist á Akureyri 7. mars 1968. Hann lést á heimili sínu, Hrísalundi 10, þann 7. júlí 2025 eftir rúmlega 3 ára baráttu við krabbamein.
Foreldrar hans eru hjónin Margrét Guðmundsdóttir f. 1. mars 1946 og Kristinn Hólm f. 2. júlí 1943. Heimir var elstur þriggja systkina. Systur hans eru Jóhanna Björk f. 1970 og Hildur Ýr f. 1976. Dóttir Jóhönnu er Anna Margrét Hákonardóttir f. 2005. Eiginmaður Hildar, Helgi Rúnar Bragason f. 1976, d. 2023. Dóttir þeirra er Karen Lind f. 2003.
Heimir var kvæntur Lindu Björk Óladóttur myndlistarkonu, f. 16. apríl 1971. Þau eiga eina dóttur, Kamillu Ósk f. 2. september 1995. Maki hennar er Mauro T. Van Houtte f. 8. apríl 2000. Foreldrar Lindu eru Sesselja Einarsdóttir f. 1952 og Óli Ólafsson f. 1949. Systkini Lindu eru Birgir Rafn, f. 1975 og Helga Hrönn f. 1985. Birgir á tvö börn, Söru Maríu f. 2001 og Jón Óla f. 2005. Eiginmaður Helgu er Vilhjálmur Ingi Sigurðarson f. 1976. Þau eiga saman eina dóttur, Ellý f. 2012 og fyrir á Helga einn son, Þorstein Skaftason f. 2007.
Heimir ólst upp á brekkunni á Akureyri, gekk í Lundarskóla og síðan í Gangnfræðaskóla Akureyrar. Hann lauk stúdentsprófi af Raungreinadeild frá Verkmenntaskólanum á Akureyri vorið 1990. Áður hafði hann lokið sveinsprófi í bæði húsgagna- og húsasmíði og seinna meistararéttindum í hvorutveggja. Hann lauk námi í byggingariðnfræði frá Tækniskóla Íslands vorið 1992. Heimir og Linda kynntust 1987 og bjuggu sér sitt framtíðarheimili á Akureyri eftir námsár á Akureyri og í Reykjavík og hafa búið þar alla tíð síðan.
Húsgagnasmíði lærði Heimir á Kótó og Valsmíði og húsasmíði á Hyrnu þar sem hann vann lengst af sem smiður. Hann tók snemma þátt í stéttarfélagsmálum hjá Trésmíðafélagi Eyjafjarðar og Félagi byggingarmanna. Árið 2000 var Heimir kosinn í stjórn Félags byggingarmanna Eyjafirði og var formaður þess þegar félagið sameinaðist Trésmíðafélagi Reykjavíkur árið 2008. Hann var á fyrsta aðalfundi kosinn varaformaður sameinaðs félags, Byggiðn, félag byggingamanna og var varaformaður þess fram að andláti. Hann var jafnframt starfsmaður félagsins frá sama tíma þar til hann lét af störfum sökum veikinda nú í vor. Hann sat í miðstjórn Samiðnar frá árinu 2013 og var tilnefndur í nefndir á vegum Byggiðnar, Samiðnar og ASÍ aðallega um fræðslumál, öryggismál og málefni tengd Norðurlandi. Heimir var kosinn fyrir hönd íslenskra iðnaðarmanna í stjórn Evrópskra byggingamannasambandsins (EBTF) 2016-2020 og á sama tíma var hann varamaður í stjórn Norræna byggingamannasambandsins (NBTF). Heimir sat í stjórn Iðnaðarsafnsins og sá um fræðslumál iðnaðarmanna á vegum Iðunnar – Fræðsluseturs á Norðurlandi allan þann tíma sem hann var starfsmaður Byggiðnar og var ötull við að hvetja félagsmenn að viðhalda menntun sinni og bæta við nýrri þekkingu.
Útför Heimis Þorleifs fór fram frá Akureyrarkirkju 23. júlí.


Patricia Ann Mackenzie Jónsson – lífshlaupið

Patricia Ann MacKenzie Jónsson

Patricia Ann MacKenzie Jónsson

Heimir Þorleifur Kristinsson
