Fara í efni
Minningargreinar

Heimir Þorleifur Kristinsson

Heimir Þ. Kristinsson f. 7. mars 1968, dáinn 7. júlí 2025.
Útför var frá Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 23. júlí.

Heimir, systursonur minn, er látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein.

Við systurnar eignuðumst fyrstu börnin okkar á sama ári. Drengina Heimi og Halla og ég eignaðist annan ári síðar, Gumma. Þeir ólust upp saman eins og bræður – Halli, Gummi og Heimir, hin „heilaga“ þrenning, ætíð ný ævintýri og allskonar uppátæki. Það var vart neitt sem þeim datt ekki í hug og framkvæmdu !

Þegar Gauti minn komst á á legg, var hann fljótlega sjálfkjörinn meðlimur í hópnum og varð úr HGHG – eftirtektarverðir í prakkarastrikum bernskunnar.

Við Heimir rifjuðum upp þessi æskuár saman, nokkrum dögum áður en hann kvaddi.

Hann brosti út í annað og sagði með glampa í augum: „Já ég man – við vorum alltaf svo prúðir!“

Það var einmitt þessi hlýja kímnigáfa og létta viðhorf sem einkenndu hann svo vel.

Heimir var gull af manni – traustur, hlýr og einlægur. Hann var mikill fjölskyldumaður, afar nátengdur sínu fólki.

Hann var trúr vinur vina sinna og lagði sig fram í öllu sem hann tók sér fyrir hendur – kurteis, vandvirkur og samviskusamur.

Ég hef aldrei kynnst eins miklu jólabarni og honum – nema þá mömmu hans.

Við stórfjölskyldan gerum alltaf laufabrauð saman og var þessi dagur honum alltaf upphaf jólahátíðarinnar.

Heimir skilur eftir sig fallegar og góðar minningar sem munu lifa með okkur sem þekktu hann.

Hann var mér mjög kær.

Ég votta Lindu, Kamillu og Mauro svo og allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð.

Guðrún

Stefán Þórðarson – lífshlaupið

03. september 2025 | kl. 06:00

Stefán Þórðarson

Herdís Ármannsdóttir. skrifar
03. september 2025 | kl. 06:00

Stefán Þórðarson

Hafþór Magni Sólmundsson skrifar
03. september 2025 | kl. 06:00

Sveinn Bjarnason

Egill Jónsson skrifar
26. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þorgerður Stefanía Halldórsdóttir

Árný Benediktsdóttir skrifar
25. ágúst 2025 | kl. 16:00

Þorgerður Stefanía Halldórsdóttir

Vilborg Erla Sveinbjörnsdóttir skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 06:00