Orri Harðarson
21. júní 2025 | kl. 14:00
Það er með sorg í hjarta sem við kveðjum í dag Heimi Þorleif Kristinsson, húsgagna- og húsasmið. Heimir sat í stjórn Iðnaðarsafnsins um áraraðir. Eins og í öllu sem hann tók sér fyrir hendur sinnti hann starfinu af einlægum áhuga og atorkusemi með það að leiðarljósi að varðveita og sýna sögu iðnaðar um ókomna framtíð. Framlag Heimis til Iðnaðarsafnsins er mikið og ómetanlegt. Stjórn og starfsfólk Iðnaðarsafnsins sendir fjölskyldu og vinum Heimis innilegar samúðarkveðjur.