Fara í efni
Minningargreinar

Heba Ásgrímsdóttir

Að elska er tilfinning sem býr innra með okkur öllum.

Móðir sem elskar barn, systir sem elskar systkin, amma sem elskar barnabarn, frænka sem elskar frændsystkin.

Elsku Amma Heba,

Þú varst elskuð og dáð af öllum sem að þig þekktu og þó það hafi ekki verið sjálfgefið þá elskaðir þú alla jafn mikið til baka.

Hvort sem þú varst strunsandi á göngutúr um göturnar eða hoppandi upp á stóla til að sækja eitthvað í efstu skápa, þá var alltaf nóg að gera hjá þér.

Hvort sem það var að taka utan um okkur þegar við þurftum, eða að koma óvænt og sækja langömmu fiskinn þinn (fiskinn hans Vals Darra) og fara með hann heim í stað þess að koma og gefa honum smá mat þegar þú varst að passa hann, þá hugsaðir þú alltaf svo vel um okkur enda hjarta þitt einstakt.

Það varst þú sem tókst á móti okkur þegar við komum í heiminn og það vorum við sem sátum hjá þér daginn sem þú kvaddir.

Við vonum að við munum sjá heiminn eins og þú, því líf sem inniheldur ást er líf sem hefur verið lifað að fullu.

Það er mun erfiðara að upplifa slíka sorg þegar það er ekki hægt að halda í þína hönd.

Guð gefi þér góða nótt, elsku amma okkar.

Heba Karítas, Birgir Orri og Valur Darri.

Stefán Þórðarson

Hafþór Magni Sólmundsson skrifar
03. september 2025 | kl. 06:00

Stefán Þórðarson – lífshlaupið

03. september 2025 | kl. 06:00

Stefán Þórðarson

Herdís Ármannsdóttir. skrifar
03. september 2025 | kl. 06:00

Sveinn Bjarnason

Egill Jónsson skrifar
26. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þorgerður Stefanía Halldórsdóttir

Árný Benediktsdóttir skrifar
25. ágúst 2025 | kl. 16:00

Þorgerður Stefanía Halldórsdóttir

Vilborg Erla Sveinbjörnsdóttir skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 06:00