Fara í efni
Minningargreinar

Haraldur Ólafsson

Haraldur Ólafsson

Mig langar að minnast pabba með nokkrum orðum en staðreyndin er sú að pabbi hafði lítinn áhuga á lofræðum um sjálfan sig. Hann var einstaklega góður maður og hafði mikinn áhuga á öllu sem við sem næst honum stóðum tókum okkur fyrir hendur. Afabörnin voru hans aðaláhugamál ef svo má segja. Hann fylgdist vel með þeim og gaf sér alltaf tíma til þess að ræða við þau enda dýrkuðu þau hann. Ef hann gat ekki fengið upplýsingar frá þeim sjálfum var hringt og forvitnast hvernig gengi og hvort allir væru ekki frískir og skipti þá engu þótt hann væri frekar slappur sjálfur. Hann sagði þó alltaf að sér liði svo vel.

Afabörnunum þótti alltaf gaman að koma í heimsókn til afa og fá ís eða kökur og ekki kvartaði hann út af hávaða eða látum. Hann tefldi stundum við þau og þeim fannst magnað að geta unnið þennan skákmeistara. Pabbi var mikill áhugamaður um skák og tefldi mikið hér áður fyrr. Hann hafði líka gífurlegan áhuga á íþróttum og fylgdist með eins lengi og hann gat. Á sínum yngri árum var hann mikið í frjálsum íþróttum og keppti fyrir Íþróttafélagið Þór. Hann lenti í smá vandræðum þar sem við bræðurnir urðum báðir KA-menn en sagði mér nokkrum dögum áður en hann veiktist að hann væri bara orðinn nokkuð mikill KA-maður.

Eftir að mamma dó 2003 bjó pabbi einn, fyrst í Klapparstíg 1 og síðan í Víðilundi 20. Systkini mín, þau Hermann og Guðrún María, ásamt mökum sínum og börnum sinntu pabba vel síðustu árin og fyrir það er ég þeim ævinlega þakklátur. Pabbi naut frábærrar þjónustu heimahjúkrunar og ber að þakka þeim. Hann talaði ákaflega vel um það fólk sem kom og sinnti honum. Það ber líka að þakka starfsfólki Sjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra umönnun þessa síðustu daga hans. Pabba verður sárt saknað og hann skilur eftir sig margar góðar minningar. Nú heldur hann á vit annarra heima og þar bíður mamma eftir honum sem og gamlir vinir úr skákinni.

Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir allt og allt. Guð blessi þig.

Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)

Ólafur Örn.

Þorleifur Jóhannsson - minning

11. janúar 2021 | kl. 06:45

Þorleifur Jóhannsson

Inga Dagný Eydal skrifar
11. janúar 2021 | kl. 06:50

Ágúst H. Guðmundsson

Ásmundur Hreinn, Bjarni Ármann og Guðmundur Ævar Oddssynir skrifa
13. janúar 2021 | kl. 07:00

Þorleifur Jóhannsson

Símon Jón Jóhannsson skrifar
11. janúar 2021 | kl. 09:30

Þorleifur Jóhannsson

Sævar Benediktsson skrifar
11. janúar 2021 | kl. 10:30

Ágúst H. Guðmundsson

Guðrún Gísladóttir skrifar
13. janúar 2021 | kl. 07:00