Fara í efni
Minningargreinar

Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir – lífshlaupið

Halla Sól­veig Sig­ur­geirs­dótt­ir fædd­ist á Ak­ur­eyri 31. mars 1959. Hún lést í faðmi fjöl­skyld­unn­ar á Land­spít­al­an­um í Reykja­vík 15. des­em­ber 2023. For­eldr­ar henn­ar voru Jón­heiður Eva Aðal­steins­dótt­ir, f. 26. apríl 1929, d. 2018, og Sig­ur­geir Sig­urpáls­son, f. 12. júlí 1929, d. 2012.

Hún var næstyngst í hópi sjö systkina, hin voru: Aðal­steinn, f. 1949, Indí­ana, f. 1950, d. 1950, Páll, f. 1952, Hanna Indí­ana, f. 1954, Svan­hild­ur, f. 1957, og Sig­ur­geir Heiðar, f. 1967.

Halla Sól­veig kynnt­ist ung eft­ir­lif­andi eig­in­manni sínum, Val Knúts­syni, f. 1. des­em­ber 1959, og gift­ist hon­um 4. júní 1982. For­eldr­ar hans: Ingi­björg Sig­fús­dótt­ir, f. 1944, og Knút­ur Val­munds­son, f. 1938, d. 2023.

Börn Höllu Sól­veig­ar og Vals eru: 1) Elv­ar Knút­ur, f. 1979, maki Anna Mar­grét Eggerts­dótt­ir, f. 1980, og eiga þau þrjá syni, Ara Stein­ar, Atla Hrafn og Kára. 2) Sig­ur­geir, f. 1984, maki Helga Helga­dótt­ir, f. 1985, þau eiga tvær dæt­ur, Sól­veigu Katrínu og Stein­unni Söru. 3) Ingi­björg Lind, f. 1987, maki Magnús Ágústs­son, f. 1987, þau eiga tvo syni, Val Jóel og Ágúst Örn. 4) Sigrún Eva, f. 1999, maki Stefán Bjarki Tul­inius, f. 1999.

Halla Sól­veig ólst upp á Eyr­inni og í Þorp­inu á Ak­ur­eyri í stór­um systkina­hópi og sam­held­inni fjöl­skyldu og átti heima þar alla tíð utan náms­ára Vals, en þá bjuggu þau í Reykja­vík.

Hún lauk námi frá versl­un­ar­deild Gagn­fræðaskól­ans á Ak­ur­eyri sem var á þeim tíma sam­svar­andi prófi úr Versl­un­ar­skóla Íslands. Hún var banka­starfsmaður og starfaði lengst af í Íslands­banka. Á sín­um yngri árum æfði hún og keppti í hand­bolta fyr­ir Íþrótta­fé­lagið Þór og starfaði um ára­bil í stjórn Fim­leika­fé­lags Ak­ur­eyr­ar.

Halla Sól­veig verður jarðsung­in frá Ak­ur­eyr­ar­kirkju í dag, 29. des­em­ber 2023, kl. 13.00.

Einar Valmundsson

Auður, Nína og Þóra Filippusdætur skrifa
06. maí 2024 | kl. 06:00

Smári Jónsson – lífshlaupið

Fjölskylda Smára skrifar
30. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45