Fara í efni
Minningargreinar

Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir

Ég sit hér með sorg og söknuð í huga og reyni að koma til­finn­ing­um og minn­ing­um í orð um hjart­kæra mág­konu mína Höllu Sól­veigu Sig­ur­geirs­dótt­ur, Sollu, sem lést langt fyr­ir ald­ur fram 15. des­em­ber sl. eft­ir stutt en snörp veik­indi. Ég kynnt­ist Sollu þegar Val­ur bróðir minn og hún rugluðu sam­an reyt­um fyr­ir nærri 50 árum. Val­ur og Solla voru strax ákaf­lega sam­rýmd og sam­taka í öllu sem þau tóku sér fyr­ir hend­ur og inn­an fjöl­skyld­unn­ar eru þau alltaf nefnd bæði í einu hvort sem vísað er til ann­ars eða beggja. Solla var fal­leg og glæsi­leg kona, fag­ur­keri, vin­gjarn­leg, glaðvær, hljóðlát, hjarta­hlý, þol­in­móð og hafði ein­stakt lag á börn­um. Þrátt fyr­ir ró­legt fas var stutt í grall­ar­ann og hlát­ur­inn í Sollu og keppn­is­kon­una sem kom sterkt fram þegar spilaður var kani og fleiri borðspil og einnig þegar kom að íþrótt­um og þá sér­stak­lega hand­bolta og fót­bolta og Þór á Ak­ur­eyri var annað liðið.

Solla æfði sjálf og keppti í hand­bolta með Þór á unglings­ár­um og fram und­ir tví­tugt eða þar til hún og Val­ur eignuðust sitt fyrsta barn, Elv­ar Knút. Solla og Val­ur æfðu og kepptu bæði í hand­bolta und­ir merki Þórs á Ak­ur­eyri áður en þau fluttu til Reykja­vík­ur þegar Val­ur hóf í nám við HÍ.

Val­ur og Solla fluttu aft­ur heim til Ak­ur­eyr­ar 1985 og áttu heim­ili þar síðan. Solla var ein­stak­lega þægi­leg og gest­ris­in heim að sækja. Ég minn­ist ótal heim­sókna okk­ar fjöl­skyld­unn­ar til þeirra á ferðum okk­ar til Ak­ur­eyr­ar vet­ur sem sum­ar og var ávallt vel tekið á móti okk­ur. Einnig minn­ist ég frá­bærr­ar dval­ar í sum­ar­bú­stað við Lag­ar­fljót og ferðar um Aust­ur­land með all­an krakka­skar­ann sem og skemmti­legra stunda hjá for­eldr­um okk­ar Vals þegar við hitt­umst í Skurup í Svíþjóð með okk­ar fjöl­skyld­ur.

Solla og Val­ur eignuðust fjög­ur börn, Elv­ar Knút, Sig­ur­geir, Ingu Lind og Sigrúnu Evu, sem eru stolt for­eldra sinna. Barna­börn­in eru orðin sjö og eru Val og Sollu afar kær.

Það er ótrú­legt og erfitt og mun taka tíma að meðtaka það að Solla sé ekki leng­ur ann­ar hlut­inn af sterk­um bak­hjarli og þátt­tak­andi í dag­legu lífi fjöl­skyld­unn­ar.

Elsku Val­ur, Elv­ar Knút­ur, Sig­ur­geir, Inga Lind, Sigrún Eva og fjöl­skyld­ur, ykk­ar miss­ir er mik­ill. Við send­um ykk­ur okk­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur.

Við kveðjum Sollu með mikl­um söknuði og þökk­um fyr­ir sam­fylgd­ina í gegn­um liðin ár.

Sig­mar (Simmi), Svandís og fjöl­skylda

Smári Jónsson – lífshlaupið

Fjölskylda Smára skrifar
30. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05