Fara í efni
Minningargreinar

Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir

Elsku syst­ir. Mig setti hljóðan þegar ég fékk sím­talið um að þú hefðir mjög óvænt kvatt þenn­an heim eft­ir hetju­lega bar­áttu. Nú sit ég hér með tár­in í aug­un­um og er að rifja upp all­ar góðu minn­ing­arn­ar sem ég á um þig.

Það er margs að minn­ast. Efst í huga mér er vinátta okk­ar sem var alltaf eins og best verður á kosið. Fyr­ir mér þá vor­um við alltaf mjög náin og kannski höf­um við verið svo­lítið lík á marg­an hátt. Of­ar­lega í huga mér eru all­ar ánægju­legu sam­veru­stund­irn­ar sem við átt­um sam­an. Hvort sem við vor­um á Spáni eða ann­ars staðar í heim­in­um, úti­leg­urn­ar al­veg ógleym­an­leg­ar og hjóla­ferðirn­ar er­lend­is sem voru frá­bær­ar ekki síst vegna sam­veru við ykk­ur hjón­in. Að ég tali nú ekki um all­ar ánægju­legu stund­irn­ar sem við átt­um sam­an á ykk­ar fal­lega heim­ili þegar við rædd­um um dag­inn og veg­inn á létt­um nót­un­um. Það var oft stutt í grínið hjá þér, þú gast hlegið að hlut­un­um og séð skemmti­legu hliðarn­ar á mál­un­um.

Þú varst mjög um­hyggju­söm gagn­vart öll­um, passaðir upp á að all­ir í kring­um þig hefðu það sem best. Ég er orðinn sjö­tug­ur og við að fara út að ganga með göngu­hópn­um okk­ar og þú sagðir: „Palli minn, ertu nógu vel klædd­ur?“ Eða þegar við vor­um er­lend­is og þú sagðir: „Ertu bú­inn að bera á þig sól­ar­vörn?“ og „ertu að drekka nóg vatn?“ Alltaf að hugsa um aðra af ein­skærri um­hyggju. Og þú varst alltaf að spyrja um börn­in okk­ar og fjöl­skyld­ur, vild­ir fylgj­ast vel með þeim.

Nú reyni ég að brosa í gegn­um tár­in þegar ég minn­ist þín.

Þegar ég keyrði ykk­ur á flug­völl­inn átti ég svo sann­ar­lega ekki von á öðru en þið kæmuð heim eft­ir viku eins og til stóð. En það fór nú á ann­an veg. Ég veit að vel­ferð fjöl­skyldu þinn­ar skipti þig mestu máli í líf­inu og nú sitja þau og sakna. Elsku Val­ur og fjöl­skyld­an öll, ég votta ykk­ur öll­um mína dýpstu samúð í ykk­ar mikla missi og sorg.

Takk fyr­ir allt og allt, elsku Solla syst­ir.

Mér þykir óend­an­lega vænt um þig og þín verður sárt saknað.

Páll (Palli bróðir)

Einar Valmundsson

Auður, Nína og Þóra Filippusdætur skrifa
06. maí 2024 | kl. 06:00

Smári Jónsson – lífshlaupið

Fjölskylda Smára skrifar
30. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45