Fara í efni
Minningargreinar

Gunnþóra Árnadóttir – lífshlaupið

Gunnþóra Árnadóttir (Dúlla) fæddist á Akureyri 29. mars 1932. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, 25. desember 2022. Útför Gunnþóru fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, þriðjudaginn 10. janúar og hefst athöfnin kl. 13:00.

Foreldrar Gunnþóru voru Ingibjörg Ágústsdóttir frá Vestmannaeyjum, f. 14.07. 1904, d. 9.10. 1951 og Árni Jónsson frá Norður-Hvammi í Mýrdal f. 22.07. 1903, d. 18.02. 1993. Fimm ára gömul flutti Gunnþóra með foreldrum sínum að Hvammi við Hjalteyri þar sem hún ólst upp. Systur Gunnþóru voru: Ágústa f. 06.08. 1935, dáin sama ár og Hafdís f. 19.11. 1938.

Þann 18. apríl, 1954 giftist Gunnþóra Óðni Jakobi Árnasyni, f. 5.11. 1931 d. 3.11. 2014. Bjuggu þau allan sinn búskap á Akureyri. Gunnþóra og Óðinn eignuðust þrjú börn og eru afkomendur orðnir 31.

Þau eru: 

1) Árni f. 24.11. 1950, maki Laufey Guðrún Baldursdóttir, börn þeirra:

a) Jón Ingvi, maki Katrín Káradóttir, synir þeirra: Baldur, Freyr og Kári.

b) Óðinn, maki Erna Rún Magnúsdóttir, börn þeirra: Hjörtfríður og Árni Jakob

c) Þóra Ýr, maki Helgi Jónasson, börn þeirra: Kristín Vala og Jóhann Óli.

2) Ingvi f. 24.11. 1950, maki Rósa María Tómasdóttir, dætur þeirra:

a) Ingibjörg Róslín, maki Hallur Sighvatsson, dætur: Rósa María Rúnarsdóttir, maki Stefán Már Jóhannsson, börn: Ellen Ösp, Reynir Leó og Hlynur; Halla María Hallsdóttir.

b) Þorbjörg Hafdís, maki Markus Gehrmann, sonur þeirra: Tim Ingvi.

c) Gunnþóra Kristín, maki Birkir Hrannar Hjálmarsson, dætur þeirra: Laufey Ýr, maki Albert Jaran Gunnarsson, dóttir þeirra Kamilla Rós; Hafdís Ýr og Guðrún Ýr. 

3) Guðrún Hafdís f. 4.09. 1955, maki Kristján Þór Víkingsson, synir þeirra:

a) Kristján Þór, maki Bjargey Anna Gísladóttir, sonur hans: Tristan Darri, stjúpdóttir: Úlfey Emma.

b) Gunnar Þór, maki, Fríður Gunnarsdóttir, börn þeirra: Rúnar Þór og Freyja.

Pétur S. Kristjánsson

Anna Gréta Halldórsdóttir skrifar
11. maí 2023 | kl. 06:00

Jóna Árnadóttir

Guðný Tryggvadóttir skrifar
08. maí 2023 | kl. 18:00

Hreiðar Jónsson

Aðalsteinn Sigurgeirsson skrifar
08. maí 2023 | kl. 13:00

Hreiðar Jónsson

Örn Pálsson skrifar
08. maí 2023 | kl. 13:00

Hreiðar Jónsson – lífshlaupið

08. maí 2023 | kl. 12:50

Kristmundur Stefánsson

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
12. apríl 2023 | kl. 08:00