Fara í efni
Minningargreinar

Gunnar Jóhann Gunnarsson – lífshlaupið

Gunnar Jóhann Gunnarsson fæddist á Akureyri 6. október 1954. Hann lést 30. mars 2024.

Foreldrar hans eru Gunnar J. Sigurjónsson, f. 3. ágúst 1925, d. 28. ágúst 2004, og Jóhanna S. Tómasdóttir, f. 19. apríl 1929, búsett á Akureyri.

Systkini Gunnars eru: Sigurlaug Þóra (f. 1950 - d. 2024), Tryggvi, (f. 1953) Sigríður Dóra (f. 1956) Gunnhildur (f. 1957 – d. 1957), Sig-urjón (f. 1959), Gunnhildur Harpa (f. 1961) og Tómas (f. 1964).

Gunnar lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar vorið 1971. Í upphafi starfsævinnar vann hann verkamannavinnu hjá Akureyrarbæ og var jafnframt virkur í starfi verkalýðsfélagsins Einingar, gengdi fyrir félagið trúnaðarstörfum og sat í stjórn þess um tíma.

Árið 1983 lauk Gunnar námi í framreiðslu í Hótel og veitingaskólanum og starfaði meðfram námi og að því loknu í H-100 um árabil.

Á seinni hluta starfsævinnar vann Gunnar við næturvörslu á Hótel KEA, önnur þjónustustörf og ýmsa verkamannavinnu.

Gunnar fékk snemma mikinn áhuga á mannrækt og andlegum málefnum. Hann starfaði um áratuga skeið í Alþjóða Sam Frímúrarareglunni á Akureyri. Þar gegndi hann ýmsum embættum og var gerður að heiðursfélaga reglunnar árið 2018.

Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn 12. apríl 2024, klukkan 13:00.

Árni Björn Árnason

Juan Ramón skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Höskuldur Þórhallsson skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Tinna og Telma skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Steinunn Glóey, Fanney Björg og Þórhallur Árni skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Sigurður Hermannsson

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
07. maí 2024 | kl. 11:00