Fara í efni
Minningargreinar

Guðrún Hjaltadóttir – lífshlaupið

Guðrún Hjaltadóttir – lífshlaupið

Guðrún Hjaltadóttir fæddist á Akureyri 20. júlí 1938. Hún lést 20. janúar 2022 í faðmi fjölskyldunnar, eftir stutt veikindi. Hún var einkadóttir hjónanna Ingileifar Ágústu Jóhannesdóttur og Hjalta Sigurðssonar húsgagnasmiðs. Hálfsystkini Guðrúnar, börn Hjalta, eru í aldursröð; Karl, Rósa, Reynir, Anna og Hjalti, sem er eftirlifandi. 

Guðrún ólst upp í miðbænum, í Hafnarstræti 85. Hún gekk í Barnaskóla Akureyrar og síðan í Gagnfræðaskólann. Eftir gagnfræðapróf gekk hún í Húsmæðraskólann á Ísafirði. 

Eftir skólagöngu var Guðrún ráðin til vinnu við bókband í Prentsmiðju Odds Björnssonar (POB), þar sem hún kynntist verðandi lífsförunaut sínum, Friðriki Vestmann, en hann var þar lærlingur í prentiðn. Þau trúlofuðu sig 17. júní 1958 og gengu í hjónaband 28. mars 1959.

Börn Guðrúnar og Friðriks eru: 1) Rúnar, f. 1959, giftur Hönnu Karlsdóttur og eiga þau þrjú börn; Katrínu, Evu Guðrúnu og Rúnar. 2) Ragnhildur, f. 1961, gift Gísla Kristinssyni og eiga þau þrjú börn; Friðrik, Aldísi Völu og Ásdísi Ósk. 3) Inga Margrét, f. 1964, gift Þórhalli Jónssyni og eiga þau einnig þrjú börn; Axel Darra, Andra Má og Rebekku Rut.

Guðrún og Friðrik eiga átta barnabörn og fjögur barnabarnabörn, þar af tvö fædd nú í janúar.

Árið 1965 stofnuðu þau hjónin Pedromyndir, fyrsta framköllunarfyrirtæki landsbyggðarinnar. Þar stóðu þau vaktina hlið við hlið alla tíð eða í alls 36 ár. Eftir að þau stigu til hliðar frá rekstrinum vörðu þau næstu átján vetrum í veðurblíðunni á Spáni en voru alkomin aftur til Íslands frá árinu 2019.

Útför Guðrúnar fer fram í Akureyrarkirkju í dag, 4. febrúar 2022, klukkan 10.

Athöfninni verður streymt á Facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju; beinar útsendingar.

Þorleifur Jóhannsson - minning

11. janúar 2021 | kl. 06:45

Þorleifur Jóhannsson

Inga Dagný Eydal skrifar
11. janúar 2021 | kl. 06:50

Ágúst H. Guðmundsson

Ásmundur Hreinn, Bjarni Ármann og Guðmundur Ævar Oddssynir skrifa
13. janúar 2021 | kl. 07:00

Þorleifur Jóhannsson

Símon Jón Jóhannsson skrifar
11. janúar 2021 | kl. 09:30

Þorleifur Jóhannsson

Sævar Benediktsson skrifar
11. janúar 2021 | kl. 10:30

Ágúst H. Guðmundsson

Guðrún Gísladóttir skrifar
13. janúar 2021 | kl. 07:00