Fara í efni
Minningargreinar

Guðrún Hjaltadóttir

Það er svo sárt að kveðja þig elsku amma Dúna; söknuðurinn er svo mikill og skarðið er svo stórt. En minningarnar eru mér dýrmætar perlur…

Hvernig þú hafðir gælunöfn fyrir alla og viðurnefni yfir allt.

Hvernig þú snaraðir upp nýyrðum og varst svo endemis hnyttin og skjót í tilsvörum.

Ég leit alltaf upp til þín. Þú varst svo dugleg og drífandi, kvartaðir aldrei. Þú varst alltaf svo fín og flott, vel til höfð og elskaðir að punta þig.

Við unnum saman á hverjum degi hátt í 10 ár. Það að vinna með ykkur afa var mér mjög dýrmæt reynsla sem undirbjó mig fyrir lífið.

Þú kenndir mér að fara með peninga, að pakka inn í gjafapappír, að strauja skyrtur og að baka bestu súkkulaðibita sem til eru.

Ég reyndi að skreppa á hverju ári til Spánar til ykkar afa og á ég dásamlegar minningar þaðan, við vorum dugleg að þvælast um og leita að ævintýrum saman. Við vorum svo miklir vinir, jafningjar. Það var aldrei leiðinlegt í kringum þig. Við höfðum alveg sama húmorinn og gátum alltaf hækkað í sömu Queen-lögunum. Þið afi sýnduð mér og manninum mínum svo mikla ást og hlýju þegar hann kom inn í fjölskylduna að hann kallar ykkur líka ömmu og afa.

Þegar við vorum hvort í sínu landinu þá skrifuðumst við á. Rithöndin þín var svo falleg, alltaf pottþétt, en svo tók tölvupósturinn við. Það var svo gaman að fá bréf frá þér með sögum um daginn og veginn, eins og afi segir alltaf „á Spáni er brjálað að gera, að gera ekki neitt“.

Ég fann hvað þú varst stolt af mér og þið afi hvöttuð mig svo áfram þegar ég fór í nám erlendis. Mér leiddist sko ekki að heyra sögurnar af ykkur afa þegar þið voruð ungt par í Danmörku og þið skilduð svo vel þessa útþrá sem ég hafði.

Ég er svo heppin að hafa haft þig í mínu lífi svona lengi og hvað við vorum nánar. Elsku amma takk fyrir allt, ég ber nafnið þitt með stolti.

Eva Guðrún Vestmann

Magnús Geir Guðmundsson

02. október 2023 | kl. 10:50

Magnús Geir Guðmundsson

Stefán Sigurðsson skrifar
02. október 2023 | kl. 06:00

Tinna B.Malmquist Gunnarsdóttir

Inga Dís Sigurðardóttir skrifar
29. september 2023 | kl. 16:00

Elín Stephensen

29. september 2023 | kl. 06:00

Helgi Rúnar Bragason

Jana, Atli, Guðný og Kalli skrifa
11. september 2023 | kl. 10:30

Helgi Rúnar Bragason

Íþróttafélagið Þór skrifar
11. september 2023 | kl. 10:00