Fara í efni
Minningargreinar

Gísli Bragi Hjartarson – lífshlaupið

Gísli Bragi Hjartarson fæddist á Akureyri 20. ágúst 1939. Hann lést 21. janúar 2025.

Foreldrar hans voru Hjörtur Gísli Gíslason, f. 1907, d. 1963 og Lilja Sigurðardóttir, f. 1910, d. 1989.

Gísli Bragi var næstelstur fimm systkina en þau eru Anna Ingibjörg (látin), Sigurður (látinn), Hjörtur Hreinn og Reynir. 1. janúar 1960 kvæntist Gísli Bragi eftirlifandi eiginkonu sinni, Aðalheiði Alfreðsdóttur, f. 13. janúar 1940. Hún er dóttir hjónanna Alfreðs Pálssonar, f. 1911, d. 1989, og Aðalheiðar Oddgeirsdóttur, f. 1910, d. 1997. 

Börn Gísla Braga og Aðalheiðar:

1) Hjörtur Georg, f. 1958. Eiginkona hans er Snjólaug Sveinsdóttir, f. 1973. Börn Hjartar eru Sigurbjörg, f. 1979, Hildur, f. 1983, Gísli Bragi, f. 1991, Sveinn Kjartan, f. 2002, Lára Lilja, f. 2003, Aðalheiður, f. 2011, Jóhanna Svava, f. 2013. Barnabörn Hjartar eru fjögur.

2) Alfreð, f. 1959. Hann er í sambúð með Hrund Gunnsteinsdóttur, f. 1974. Eiginkona Alfreðs var Kara Guðrún Melstað, f. 1959, d. 2021. Börn Alfreðs eru Elfar, f. 1983, Aðalheiður, f. 1990, Andri Grétar, f. 1994. Barnabörn Alfreðs eru fimm.

3) Gunnar Víðir, f. 1961. Eiginkona hans er Mia Wahlgren, f. 1963. Börn Gunnars eru Ingólfur Bragi, f. 1986, Alexander, f. 1990, Leo, f. 1992. Barnabörn Gunnars eru fjögur.

4) Garðar, f. 1963. Eiginkona hans er Liana, f. 1965. Börn Garðars eru Hampus, f. 1987, Aron Viking, f. 2002, Ruben Viking, f. 2003.

5) Gylfi, f. 1963. Eiginkona hans er Mari Gislason, f. 1966. Börn Gylfa eru Daniel, f. 1988, og Andreas, f. 1990. Barnabörn Gylfa eru fjögur.

6) Lilja, f. 1965. Eiginmaður Lilju er Jón Þór Brynjarsson, f. 1962. Börn Lilju eru Selma, f. 1983, Rósa Guðrún, f. 1987, Alfreð, f. 1995, Valgerður, f. 1997. Barnabörn Lilju eru fjögur.

Gísli Bragi starfaði lengst sem byggingarmeistari. Hann stofnaði byggingarfyrirtækið Híbýli ásamt mági sínum og svila og rak það fram á tíunda áratuginn. Síðustu ár starfsævinnar starfaði hann hjá TM. Gísli Bragi kynntist Aðalheiði þegar þau voru fjórtán ára. Þau byggðu sér og börnum sínum fallegt heimili í Hamragerði, hús sem Gísli Bragi byggði sjálfur með aðstoð góðra manna í vinnuskiptum. Um átta ára skeið, 2006-2014, bjuggu Gísli Bragi og Aðalheiður í Lomma í Svíþjóð hjá Hirti, elsta syni sínum.

Á fyrsta degi þessa árs héldu Gísli Bragi og Aðalheiður upp á króndemantabrúðkaup eða 65 ára brúðkaupsafmæli.

Gísli Bragi var mikill íþróttamaður og komst ungur í landslið Íslands í  frjálsíþróttum og skíðum og sat um árabil í aðalstjórn Þórs. Golf var áhugamál og ástríða Gísla Braga og var hann formaður Golfklúbbs Akureyrar 1984-1986, framkvæmdastjóri klúbbsins 1990-1995 og stýrði uppbyggingu golfíþróttarinnar á Jaðri. Hann var heiðursfélagi GA.

Gísli Bragi var mikill jafnaðarmaður, trúði á einkaframtakið en einnig mikilvægi jöfnuðar og jafnréttis. Hann gekk ungur til liðs við Alþýðuflokkinn og var bæjarfulltrúi fyrir flokkinn í þrjú kjörtímabil, 1986-1998.

Gísli Bragi verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, 14. febrúar 2025, klukkan 13. 

Sigurður Bjarklind

Sonja Sif Jóhannsdóttir skrifar
24. febrúar 2025 | kl. 12:35

Sigurður Bjarklind

Jón Már Héðinsson skrifar
24. febrúar 2025 | kl. 10:00

Sigurður Bjarklind – lífshlaupið

24. febrúar 2025 | kl. 08:00

Sigurður Bjarklind

Jan Eric Jessen skrifar
24. febrúar 2025 | kl. 08:00

Sigurður Bjarklind

Jón Ívar Rafnsson og Karl Ásgrímur Halldórsson skrifa
24. febrúar 2025 | kl. 07:00

Sigurður Bjarklind

Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir skrifar
24. febrúar 2025 | kl. 06:00