Fara í efni
Minningargreinar

Dagný Sigurgeirsdóttir

Dagný Sigurgeirsdóttir

„Maður skyldi aldrei vekja börn“ sagði amma Dagný. Þessa visku nam hún frá ömmu sinni og nöfnu í Skógargerði, þar sem hún dvaldi sumarlangt við leik og störf, allt fram á unglingsár. Já, snemma beygðist krókurinn hjá Dagnýju varðandi skilning á þörfum barna og umönnun þeirra.

Ljóslifandi er minningin. Tengdamamma í heimsókn, segir ekki orð en lítur rannsakandi á hvítvoðunginn og við foreldrarnir bíðum í andakt. Horfum í lotningu á hana gaumgæfa litarhaft, svipbrigði, ásjónu, andardrátt, reflexa, höfuðlag, hljóð og hreyfingar af fumlausri fagmennsku. Hér fer saman æft auga og meðfætt innsæi. – Svo kemur kankvíslegt bros: „allt er eðlilegt“. Foreldarnir andvarpa af feginleik. Slík einkunn af munni Dagnýjar nægir til að sefa áhyggur og koma ró á vansvefta foreldrataugar, líkt og blessun frá æðri máttarvöldum.

Og seinna á lífsleiðinni er drengstauli, glænepjulegur, með kvef og hálsbólgu, nuddaður í ró, mjúkum höndum, með „ömmukremi“ á brjóstið. Og ekkert, sagði amma Dagný, er betra fyrir hruflaðan fót eða lemstraðan fingur en að lauga hann grænsápuvatni stundarkorn. Já, þannig var Dagný, mild og góð amma sem skildi viðkvæma barnssálina og hafði ráð undir rifi hverju.

Þessi atvik, þessi orð, ásamt ótal öðrum snjallræðum úr viskubrunni Dagnýjar, hafa reynst okkur Hilmu ógleymanlegt og dýrmætt veganesti í uppeldi sona okkar og lífsleiðinni yfirleitt.

Elsku Dagný, fráfall þitt var óvænt. Söknuðurinn sár. En minning þín munu ávallt lifa hjá okkur Hilmu og drengjunum, umvafin kærleika, þakklæti og hlýju.

Þinn tengdasonur,

Jón Georg.

Þorleifur Jóhannsson - minning

11. janúar 2021 | kl. 06:45

Þorleifur Jóhannsson

Inga Dagný Eydal skrifar
11. janúar 2021 | kl. 06:50

Ágúst H. Guðmundsson

Ásmundur Hreinn, Bjarni Ármann og Guðmundur Ævar Oddssynir skrifa
13. janúar 2021 | kl. 07:00

Þorleifur Jóhannsson

Símon Jón Jóhannsson skrifar
11. janúar 2021 | kl. 09:30

Þorleifur Jóhannsson

Sævar Benediktsson skrifar
11. janúar 2021 | kl. 10:30

Ágúst H. Guðmundsson

Guðrún Gísladóttir skrifar
13. janúar 2021 | kl. 07:00