Fara í efni
Minningargreinar

Dagbjört Pálsdóttir

Ævintýrið byrjaði í júlí 2019 fór ég á helgardeit norður á Akureyri. Eftir fyrstu helgina fann ég hversu mikið ég elskaði hana Döggu mína. Síðan þá hef ég bara elskað hana meira og meira með tímanum.

Það leið ekki á löngu að ég fékk matarást af Döggu, hún eldaði alltaf bæði mjög góðan mat og eldaði alltaf fyrir 10 manns þó að hún hafi bara ætlað að elda fyrir okkur.

Við áttum mjög góðan tíma saman þegar við fórum til Dublin í fyrra og svo Berlin nokkrum mánuðum seinna. Ég gleymi aldrei augnablikinu þegar ég bað hennar og eins þegar hún gekk inn kirkjugólfið þegar við gengum í hjónaband.

18. október var erfiðasti dagur lífs míns þegar ég vaknaði um morguninn þegar þú varst dáin. Ég hef ekki bara misst eiginkonu mína, heldur líka elskuna mína og minn besta vin. Þú munt eiga stóran part í hjartanu mínu alla mína tíð.

Ég veit að við munum hittast síðar og halda áfram þar sem við vorum komin.

Ég mun gera mitt allra besta til að passa upp á börnin okkar og foreldrana þína og bræður.

Ég elska þig Dagga.

Þinn, Tóti

Smári Jónsson – lífshlaupið

Fjölskylda Smára skrifar
30. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05