Fara í efni
Minningargreinar

Björgvin Þorsteinsson

Frá upphafi starfsferils okkar höfum við verið þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta leiðsagnar, þekkingar og ómetanlegs stuðnings Björgvins Þorsteinssonar. Í fyrstu var tilfinningin sú að hann tæki manni með ákveðnum fyrirvara og svaraði manni helst með einsatkvæðisorðum, já eða nei. Eftir því sem tíminn leið fjölgaði orðunum og atkvæðum þeirra og maður áttaði sig sífellt betur á því hvað Björgvin var skarpgreindur, með ótrúlegt minni, fljótur til svars og með einstakan húmor. Yfir honum var ávallt mikil ró og hann lét annríki í störfum aldrei leiða til þess að maður gæti ekki leitað til hans og fengið góðar ráðleggingar. Þakklæti er okkur efst í huga fyrir einstakan læriföður.

Þrátt fyrir miklar annir í lögmennsku gaf Björgvin sér alltaf tíma til að sinna fjölskyldu, vinum og áhugamálum samhliða störfum sínum. Þetta breyttist ekkert þegar hann fékk það viðbótarverkefni í fangið að glíma við erfið veikindi. Hann bar sig aldrei illa vegna veikindanna og sýndi ótrúlegan baráttuhug og jafnaðargeð þegar á móti blés. Viðmót Björgvins til lífsins og jafnvægis í leik og starfi er nokkuð sem við munum eftir fremsta megni reyna að tileinka okkur. Hans verður afskaplega sárt saknað en það er huggun harmi gegn að vita til þess að við getum yljað okkur við ótal minningar um Björgvin, bæði sem samstarfsfélaga og góðan vin.

Elsku Jóna Dóra og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð.

Gestur og Helga.

Guðmundur Tulinius

Jón Hlöðver Áskelsson og Sæbjörg Jónsdóttir skrifa
28. mars 2024 | kl. 12:05

Guðmundur Tulinius – lífshlaupið

28. mars 2024 | kl. 12:00

Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir

Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Isaksen skrifa
04. mars 2024 | kl. 09:30

Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir

Alfa Jóhannsdóttir skrifar
04. mars 2024 | kl. 06:00

Hermína Jónsdóttir

Daði, Freyr og Katrín skrifa
01. mars 2024 | kl. 10:05