Fara í efni
Minningargreinar

Björg Finnbogadóttir – lífshlaupið

Björg Finnbogadóttir fæddist á Eskifirði 25. maí 1928. Hún lést á Akureyri 23. maí 2023.

Foreldrar hennar voru Finnbogi Þorleifsson, útgerðarmaður og skipstjóri á Eskifirði, f. 19. nóv. 1889, d. 13. ágúst 1961, og Dóróthea Kristjánsdóttir, f. 14. des. 1893, d. 6. mars 1965.

Björg var yngst sex systkina sem öll eru látin. Systkinin eru, í aldursröð, Helga, Esther, Dóróthea, Alfreð og Rögnvaldur.

Eiginmaður Bjargar var Baldvin Þorsteinsson skipstjóri, f. 4. september 1928, d. 21. desember 1991. Foreldrar hans voru Þorsteinn Vilhjálmsson fiskmatsmaður og Margrét Baldvinsdóttir ljósmóðir í Hrísey.

Börn Bjargar og Baldvins eru: 1) Þorsteinn Már, f. 7. október 1952. Börn hans og Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur eru Katla og Baldvin. 2) Margrét, gift Inga Björnssyni. Börn þeirra eru Ásta Björg, Þorsteinn og Björn. 3) Finnbogi Alfreð, giftur Karin Baldvinsson. Börn þeirra eru Baldvin Þór og Martha. Börn Finnboga og Önnu Jónu Guðmundsdóttur eru Fjölnir, Björg og María.

Langömmubörn Bjargar eru 11.

Björg ólst upp á Eskifirði til tíu ára aldurs þegar fjölskyldan fluttist til Akureyrar og þar bjó hún síðan.

Björg var sjómannskona og segja má að það hafi verið hennar ævistarf. Hún lærði hárgreiðslu og starfaði við fagið á sínum yngri árum og lauk starfsferli sínum einnig við þá iðn. Lengst af vann Björg hins vegar á skrifstofu sláturhúss KEA á Akureyri.

Íþróttir skipuðu stóran sess í lífi Bjargar. Hún lék handbolta og keppti á skíðum á sínum yngri árum, og renndi sér raunar í Hlíðarfjalli þar til á allra síðustu árum. Þá stundaði hún skauta af kappi á sínum tíma þegar Pollinn lagði. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var oft á tíðum sem hennar annað heimili, þar eignaðist hún fjölmarga vini sem hún hélt góðu sambandi við alla tíð. 

Björg heillaðist af golfíþróttinni á fullorðinsárum og stundaði hana af kappi með góðum vinum. Sást til hennar á golfvellinum síðasta sumar, þá 94 ára.

Björg var formaður Félags eldri borgara á Akureyri til margra ára. Hún fylgdist grannt með bæjar- og þjóðmálum og var annt um velferð samborgara sinna.

Útför Bjargar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn 2. júní, og hefst klukkan 13.00.

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00