Fara í efni
Minningargreinar

Björg Finnbogadóttir

Í dag er borin til grafar Drottning fjallsins, hún Bella. Eins góða og skemmtilega vinkonu hef ég sjaldan eignast. Þær voru ófáar stundirnar sem við hittumst í fjallinu og ræddum um heima og geima. Eitt er mér minnisstætt þegar hún var að velta fyrir sér að prufa að fara á skíði eftir smá hlé. Við ræddum þetta aðeins fram og til baka. Hún tók skýrt fram að hún ætlaði „bara“ að fara í Hólabrautina, næstum orðin níræð. Svo sagði hún við mig, „þú þarft ekkert að segja krökkunum frá þessu“ og brosti. Hún var ein af frumkvöðlum skíða menningarinnar á Akureyri á bak við tjöldin og á sinn þátt í öllu því framúrskarandi skíðafólki sem Hlíðarfjall ól af sér. Annað skemmtilegt atvik var þegar hún bauð mér eitt sinn í kaffi heim til sín. Mér varð á orði hvort hún ætti von á mörgum slíkt var hlaðborðið, allt nýbakað.

Af kynnum mínum af Bellu þá átti hún skemmtilegt lífshlaup og það má alveg segja um Bellu að glasið hjá henni var alltaf hálf fullt en ekki hálf tómt.

Fjölskyldu Bellu vottum við Jakobína okkar dýpstu samúð. Ég er víss um að Bella finnur sér skíðabrekkur þarna fyrir handan.

Guðmundur Karl í Fjallinu og Jakobína Elva

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Ingibjörg Gústavsdóttir

Úlfar Bragason skrifar
19. ágúst 2024 | kl. 06:00

Kári Árnason

Knattspyrnufélag Akureyrar skrifar
19. júlí 2024 | kl. 11:00