Fara í efni
Minningargreinar

Björg Finnbogadóttir

Elsku besta Bella mín.

Mikið er ég þakklát fyrir vináttu þína og elsku þau rúmlega 40 ár sem við höfum þekkst. Ég var bara 18 ára er ég kom fyrst í Kotárgerði 20 og var ákaflega vel tekið frá fyrsta degi. Þú komst af fullum krafti að læstum herbergisdyrunum og grínast var með það í mörg ár að farið þitt væri enn á hurðinni, en þú varst ekki vön því að dyrnar væru læstar. Þú sendir brauð með hnetusmjöri niður að morgni sem mér þótti sérkennilegt álegg, ekki vön því af Króknum. En eins og með margt annað elsku Bella þá kenndir þú mér að meta það. Fyrir unga verðandi móður var það ómetanlegt að geta leitað til þín því þú áttir ráð undir rifi hverju. Þú varst ávallt boðin og búin að hjálpa. Einu sinni sem oftar vorum við á spjalli á laugardagsmorgni haustið 1981. Þú varst að stússast í tiltekt í svefnherberginu ykkar Balda, ég var hjá þér og við spjölluðum um heima og geima eins og við gerðum gjarnan. Þá veit ég ekki fyrr til en þú snarast upp á stól, teygir þig í eitthvað í skápnum og skellir því á rúmið; skírnarkjóllinn sem væntanlegt barnabarn átti að skírast í og það á sjómannadaginn! Það mætti nú ekki minna vera enda báðir afarnir skipstjórar! Ég var ung verðandi móðir að reyna að sýna sjálfstæði og bunaði því út úr mér að það væri ekki víst að við ætluðum að láta skíra barnið. Þú horfðir ákveðið á mig og sagðist nú bara aldrei hafa heyrt þvílíka vitleysu! Já, þú lást ekki á skoðunum þínum og maður vissi alltaf hvar maður hafði þig. Þú varst yndisleg amma og okkur öllum góð fyrirmynd. Ég veit að Baldi hefur beðið þín með útbreiddan faðminn og saman dansið þið á grundunum grænu í sumarlandinu. Blessuð sé minning Bellu.

Þín,

Anna Jóna

Hulda Lilý Árnadóttir

Rannveig Svava Alfreðsdóttir skrifar
18. júlí 2024 | kl. 06:00

Jón Bjarnason

Íþróttafélagið Þór skrifar
12. júlí 2024 | kl. 10:30

Jón Bjarnason – lífshlaupið

12. júlí 2024 | kl. 10:20

Jóhann Sigtryggsson

Magnús Ingólfsson og Ólafur Þór Ævarsson skrifa
09. júlí 2024 | kl. 12:00

Sigríður Árnadóttir

Baldur Már, Andri Snær og Ágúst Stefánssynir skrifa
26. júní 2024 | kl. 06:00

Sigríður Árnadóttir

Friðrika Tómasdóttir skrifar
26. júní 2024 | kl. 06:00