Fara í efni
Minningargreinar

Bernharð Haraldsson

Í dag fór fram útför Bernharðs Haraldssonar í Akureyrkirkju, fyrsta skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri. Margar minningar vakna um góðan dreng og skólamann. Bernharð var heiðarlegur og sanngjarn stjórnandi, hann treysti sínu samstarfsfólki og það treysti honum. Slíkt er ómetanlegt.
 
Í skólasögu Akureyrar var það afar merkilegur áfangi þegar hann og Sverrir Pálsson kveiktu kyndilinn um nýjan framhaldsskóla á Akureyri. Það kom í hlut Bernharðs að leiða það mikilvæga mál til enda, skipuleggja og stýra þessari nýju menntastofnun sem hann gerði af miklum metnaði.
 
Við hjónin minnumst Bernharðs með mikilli væntumþykju og sendum fjölskyldu hans og aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.
 
Aðalheiður Steingrímsdóttir og Þröstur Ásmundsson

Ingi Kristján Pétursson

29. janúar 2026 | kl. 06:30

Ingi Kristján Pétursson

Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar
29. janúar 2026 | kl. 06:00

Haukur Jóhannsson

Knattspyrnufélag Akureyrar skrifar
26. janúar 2026 | kl. 19:45

Haukur Jóhannsson

Gulló, Möggurnar þrjár, Tommi, Siggi og Geiri skrifa
23. janúar 2026 | kl. 10:00

Haukur Jóhannsson

Árni Óðinsson skrifar
23. janúar 2026 | kl. 06:00