Fara í efni
Minningargreinar

Ágúst H. Guðmundsson

Kveðja frá körfuknattleiksdeild Þórs

Körfuknattleiksdeild Þórs sér nú á bak góðum félaga, sem naut mikillar virðingar allra sem honum kynntust. Ágúst Herbert Guðmundsson var einn af ötulustu félagsmönnum okkar um langa hríð en hann lést á heimili sínu 1. janúar 2021 í faðmi fjölskyldu sinnar, aðeins 53 ára.

Ágúst var fæddur 26. ágúst 1967 á Patreksfirði en flutti ungur til Hafnarfjarðar þar sem hann spilaði körfubolta með Haukum en 15 ára flytur hann til Akureyrar og gengur í raðir Þórs árið 1982, hann hefur því verið tengdur körfuboltanum hér Akureyri í um 38 ár.

Hann varð strax afar áberandi og lét mikið til sín taka en körfuboltaáhuginn mikill, hann æfði af krafti og var dugmikill í öllu sjálfboðastarfi Þórs. Ágúst var mjög ungur þegar hann kom að þjálfun, fyrst sem aðstoðarþjálfari en 1992 varð hann aðalþjálfari. Ágúst naut mikillar virðingar ekki bara hjá Þór heldur í körfuboltasamfélaginu á landsvísu og verður hans sárt saknað.

Þegar Ágúst greindist rétt rúmlega fimmtugur með MND hafði hann skömmu áður verið kjörinn formaður körfuboltastjórnar en varð þá að draga sig í hlé, þótt hann hafi orðið að hætta lét hann velferð körfuboltans sig áfram varða og var stjórninni innan handar allt þar til yfir lauk.

Fyrir hönd stjórnar Körfuknattleiksdeildar Þórs sendu ég eftirlifandi maka Ágústar, Guðrúnu og börnum þeirra, Jönu, Júlíus og Berglindi svo og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur um leið og ég þakka fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.

Hjálmar Pálsson formaður

Sigurður Hlöðversson

Gísli Sigurgeirsson skrifar
19. febrúar 2023 | kl. 06:00

Indriði Úlfsson

Ingibjörg Ósk skrifar
18. febrúar 2023 | kl. 12:10

Indriði Úlfsson

Ingunn Indriðadóttir skrifar
18. febrúar 2023 | kl. 12:00

Indriði Úlfsson – lífshlaupið

18. febrúar 2023 | kl. 11:50

Sigríður Halldóra Hermannsdóttir

Ingólfur Hermannsson og Auður Filippusdóttir skrifa
06. febrúar 2023 | kl. 06:05

Sigríður Halldóra Hermannsdóttir

Elín Björg Ingólfsdóttir og Hermann Ingólfsson skrifa
06. febrúar 2023 | kl. 06:05