Fara í efni
Mannlíf

Þórsarar semja við króatískan leikmann

Handknattleiksdeild Þórs hefur samið við Josip Kezic, króatískan handboltamann, um að leika með liði félagsins út keppnistímabilið og möguleiki er á framlengingu. Kezic, sem er 31 árs rétthent skytta, kemur til landsins á morgun.

Kezic hefur komið víða við sögu; hann hóf ferilinn hjá liði Metkovic í heimalandinu og hefur einnig leikið í Frakklandi, Tékklandi, Grikklandi og Makedóníu. Nú síðast var hann á mála hjá Metkovic á nýjan leik.

Þórsarar, sem leika í neðri deild Íslandsmótsins, Grill66 deildinni, hefja keppni eftir jólafríið um næstu helgi þegar þeir mæta ungmennaliði Hauka í Hafnarfirði og síðan fá þeir topplið ÍR í heimsókn um aðra helgi.

Þórsliðið er í fjórða sæti deildarinnar þegar keppni er hálfnuð.