Fara í efni
Mannlíf

Rakel Sara ekki meira með KA/Þór í vetur

Rakel Sara Elvarsdóttir varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í annað sinn og er úr leik í vetur. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Rakel Sara Elvarsdóttir, hornamaður í handboltaliði KA/Þórs í Olísdeildinni, leikur ekki meira með liðinu á þessu tímabili. Vefsíðan handkastid.net greinir frá þessu og hefur Jónatan Magnússon þjálfari KA/Þórs staðfest þessar fréttir. Rakel Sara er með slitið krossband í hné.

Rakel Sara var nýlega komin aftur út á handboltavöllinn eftir langa endurhæfingu, eftir að hafa verið frá keppni síðan í desember 2023 þegar hún sleit krossband á æfingu. Hún lék níu leiki með liðinu það tímabil en lék ekkert á síðasta tímabili. Á þessu tímabili hefur hún náð að koma við sögu í fimm leikjum.

Þetta eru afar slæm tíðindi fyrir Rakel Söru og KA/Þór og nú bíður hennar önnur löng endurhæfing. Rakel Sara var valin efnilegasti leikmaður Olísdeildarinnar tímabilið 2020-21 þegar KA/Þór vann þrefalt og hefur leikið 9 leiki fyrir íslenska landsliðið.

Frétt handkastid.net í heild