Fara í efni
Mannlíf

Stefán Elí gestur Ásgeirs í 10 bestu

Stefán Elí Hauksson, tónlistarmaður, er gestur Ásgeirs Ólafssonar Lie í nýjasta hlaðvarpsþættinum í röðinni 10 bestu.

„Stefán Elí er engum líkur. Að hlusta á hann tala er eins og að hlusta á einhvern með doktorsgráðu tala um eitthvað sem hann hefur unnnið með í 30 ár eða lengur. En hann er aðeins 22 ára gamall. Hann kann að koma hlutunum frá sér, hann er tónlistarmaður og mikill heimsmaður,“ segir Ásgeir í kynnningu á þættinum.

„Þetta er viðtal sem gæti breytt þinni hugsjón til lífsins til betri vegar. Takk fyrir að hlusta!“ segir Ásgeir.

Smellið hér til að hlusta á þáttinn.