Fara í efni
Mannlíf

Öll jólalögin með Baggalúti í uppáhaldi

JÓLALAGIÐ MITT

Indíana Hreinsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Menningarfélags Akureyrar

Öll jólalögin með Baggalút eru í uppáhaldi hjá mér. Þeir eru bara svo skemmtilegir og fyndnir og það er ádeila í textunum þeirra. Ef ég ætti að nefna eitthvað eitt uppáhalds jólalag með þeim þá er það líklega lagið sem kom út fyrir jólin 2008, Það koma vonandi jól. Annars væri gaman að fara einhvern tíma á jólatónleika með þeim. Ég sé að það þarf að fara að reyna að fá þá til að koma aftur hingað norður. Hins vegar er af nógu að taka í jólatónleikum í Hofi alla aðventuna þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi."

Smellið hér til að hlusta á Það koma vonandi jól.