Fara í efni
Mannlíf

Hlusta nær eingöngu á jólatónlist í desember

JÓLALAGIÐ MITT

Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju

Ég er mikið jólabarn og hlusta því nær eingöngu á jólatónlist í desember. Hins vegar á ég frekar eftirlætis flytjendur að jólatónlist fremur en sérstök lög. Kór Akureyrarkirkju og kammerkórinn Hymnodia, Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius að ógleymdri Mahalia Jackson eru mínir eftirlætis flytjendur jólatónlistar.

Jólatónlist er einn mikilvægasti þáttur jólahaldsins hjá mér, það er í tónlistinni sem ég tengi saman minningar og kaflaskil lífs míns og finn angann af jólum sem aldrei koma aftur og ég minnist og þakka.

  • Smellið hér til að hlusta á Joy to the World með Mahaila Jackson og hér til að hlusta á hana flytja Sweet little Jesus boy.
  • Smellið hér til að hlýða á Er líða fer að jólum með Sigurði Guðmundssyni og Sigríði Thorlacius.
  • Smellið hér til að hlusta á Jólagjöfin eftir Gustav Holst í flutningi Hymnodiu.

En svo á ég auðvitað mína eftirlætis sálma og þar ber fyrstan að nefna Sjá himins opnast hlið og svo sálminn Það aldin út er sprungið og Í dag er glatt í döprum hjörtum. Smellið á nafn sálms til að hlusta á hann.