Fara í efni
Mannlíf

Fallegt og einfalt; jólin koma alltaf

JÓLALAGIÐ MITT

Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir, söngkona

Uppáhalds jólalagið mitt þessa dagana er Jólin eru okkar eftir Braga Valdimar í flutningi Bríetar og Valdimars. Það er einhver fallegur og einfaldur kjarni í þessu lagi sem endurspeglar jólin fullkomlega fyrir mér. Það fjallar um alla þessa einföldu hluti sem gera jólin að því sem þau eru og að samveran með okkar nánustu er það sem skiptir allra mestu máli. Það þarf ekki allt að vera fullkomið því jólin koma alltaf.

Smellið hér til að hlusta á Jólin eru okkar.

Annars hefur nýja jólaplatan með Lón ómað um heimilið á aðventunni, ég er mjög hrifin af henni og líka jólaplötunni sem Norah Jones gaf út í fyrra.

Smellið hér til að hlusta á plötu Lón og hér til að hlusta á plötu Norah Jones.