Fara í efni
Mannlíf

Hef öðlast reynslu og praktíska þekkingu

Michael Panduleni Kanghono í Háskólanum á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Michael Panduleni Kanghono er frá Namibíu. Hann er 27 ára gamall nemandi í Sjávarútvegsskóla GRO sem hýstur er í Háskólanum á Akureyri. Móðurmál hans er Oshikwanyama. Michael er sjöundi nemandinn í Sjávarútvegsskóla GRO sem Akureyri.net tekur tali.

English below

Eitt þurrasta og strjálbýlasta land veraldar

Eftirfarandi er lýsing Michael á landinu sínu:

„Namibía er land á suðvestur-strönd Afríku“, segir Michael. „Þetta er eitt þurrasta og strjálbýlasta land jarðar með 825.000 km2 landsvæði. Það á landamæri að Angóla í norðri, Sambíu í norðaustri, Botsvana í austri, Suður- Afríku í suðaustri og suðri og Atlandshafið er í vestri. Namibíu er skipt frá vestri til austurs í þrjú landsvæði: Namib-eyðimörkina við ströndina, Miðhásléttuna og Kalahari-eyðimörkuna.“

Benguela-samningurinn/samkomulagið

Michael er sendiherra ungmenna í Namibíu fyrir Benguela Current Convention. Akureyri.net lék forvitni á að vita hvað í því fælist. Michael segir:

„Um hlutverk mitt sem sendiherra, leyfist mér fyrst að kynna hvað BCC er. Það stendur fyrir Benguela Current Convention (BCC) sem er milliríkjasáttmáli sem komið var á fót af lýðveldunum Angóla, Namibíu og Suður-Afríku til að vera í forsvari fyrir svæðisbundið samstarf um samþætta stjórnun, sjálfbæra þróun og umhverfisvernd með því að nota umhverfisvæna nálgun á stjórnun hafsvæðisins Benguela Current Large Marine Ecosystem (BCLME).”

Michael heldur áfram: „BCC er stærsti milliríkjasáttmáli í heiminum sem byggir á þverfaglegri nálgun (sem gengur þvert á atvinnugreinar) við stjórnun stórra sjávarvistkerfa (Large Marine Ecosystem) – skref í átt að auðlindastjórnun þvert á landamæri á stærra vistkerfisstigi (frekar en á landsvísu) og jafnvægi mannlegra þarfa og náttúruverndar.”

Hann bætir við: „Hlutverk mitt sem sendiherra er að vera talsmaður ungs fólks í aðgerðum tengdum náttúruvernd og sjálfbærri nýtingu á Benguela Current Large Marine Ecosystem (BCLME). Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu okkar“ https://benguelayouthnetwork.com/

Hvers vegna sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri?

„Ég kaus að læra sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri vegna þess að ég taldi að þar væri hægt að fá mikla menntun í málum tengdum sjávarútvegi – og ég hafði rétt fyrir mér“, svarar Michael. „Á mjög stuttum tíma í náminu hér hef ég öðlast meiri reynslu af sjávarútvegi og praktíska þekkingu um þróun fiskveiða. Ég sé ekki eftir því að hafa valið nám við Háskólann á Akureyri.“

Þegar Michael er spurður í lokin hvers hann muni sakna frá Akureyri, ef einhvers, svarar hann: „Ég mun sakna Akureyringa. Þeir er mjög yndislegt fólk.“

 

Fyrri viðtöl:

Carolyn Munthali Malaví er kallað Malaví er kallað „Hið hlýja hjarta Afríku“

Tshepo Sebake „Við erum kölluð Regnbogaþjóðin“

Geralda Margaret Ally Fékk tækifæri til að sameina tvær ástríður

Gesling L. Chee Auðvelt að tileinka sér það sem við lærum hér

Te Aomihia Walker frá Aotearoa Margt sameiginlegt með Aotearoa og Íslandi

Gladys Kedmon Manyika Tansanía stundum kallað land undranna

_ _ _

Michael Panduleni Kanghono is from Namibia. He is a 27-year-old student in GRO fisheries school, which is housed at the University of Akureyri. His native language is Oshikwanyama. Michael is the seventh student in GRO Fisheries School, interviewed by Akureyri.net.

One of the driest and most sparsely populated countries on earth

Following is Michael’s description of his country:

“Namibia is a country on the south-west coast of Africa”, says Michael. “It is one of the driest and most sparsely populated countries on earth with a land area of 825,000km2. It is bordered by Angola to the north, Zambia to the northeast, Botswana to the east, South Africa to the southeast and south, and the Atlantic Ocean to the west. Namibia is divided from west to east into three main topographic zones: The coastal Namib Desert, the Central Plateau, and the Kalahari Desert.”

Benguela Current Convention (BCC)

Michael is Namibia’s Youth Ambassador for the Benguela Current Convention. Akureyri.net was curious to know what that entails. Michael answers:

“About my role as ambassador, first allow me to introduce what BCC is. It stands for Benguela Current Convention (BCC) which is an intergovernmental Convention established by the Republics of Angola, Namibia, and South Africa (Parties) to spearhead regional collaboration for integrated management, sustainable development, and protection of the environment, using an ecosystem approach to ocean governance in the Benguela Current Large Marine Ecosystem (BCLME).” Michael continues: “The BCC is the first inter- governmental Convention in the world to be based on a multi-sectoral approach to Large Marine Ecosystem (LME) management – a move towards managing transboundary resources at the larger ecosystem level (rather than at the national level) and balancing human needs with conservation imperatives.

Michael adds:

“My role as an ambassador is to advocate for young people’s voices and actions in conservation and sustainable use of the BCLME. For more information, please visit our website” https://benguelayouthnetwork.com/

Why fisheries science at University of Akureyri?

“I chose to study fisheries science at University of Akureyri because I believed there is so much education on fisheries related matters, and I was right”. says Michael. “I have gained much more experience on fisheries and felt the practical world on fishing evolution in a very short time of my study here. I have no regrets choosing to study at the University of Akureyri.”

Asked what he will miss from Akureyri – if anything, Michael answers: “The people of Akureyri. They are very wonderful people.”