Fara í efni
Mannlíf

„Við erum kölluð Regnbogaþjóðin“

Tshepo Sebake, nemandi í Sjávárútvegsskóla GRÓ sem hýstur er í Háskólanum á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Tshepo Sebake er nemandi í Sjávárútvegsskóla GRÓ sem hýstur er í Háskólanum á Akureyri. Tshepo er 36 ára og kemur frá Suður Afríku. Móðurmál hans er Sepedi, tungumál sem er staðsett í Limpopo-héraði í norðurhluta landsins. Þetta er annað viðtal Akureyri.net af nokkrum við erlenda nemendur í Sjávarútvegsskóla GRÓ.

English below

Eftirfarandi er lýsing Sebake sjálfs á heimalandi hans:

„Suður Afríka, regnbogaþjóðin. Hugtakið var búið til af erkibiskupnum Desmond Tutu, Nóbelsverðlaunahafanum og einum af okkar miklu frelsisbaráttumönnum. Suður Afríka er heimili hins mikla Nelsons Rolihlahla Mandela sem var fyrsti forseti lýðræðislýðveldisins Suður Afríku og einnig Nóbelsverðlaunahafi. Við erum svo heppin að hafa fjöll, ár og langa strandlengju og því eru fiskveiðar mikilvægur hluti af arfleifð okkar. Við erum líka svo heppin að hafa fjölbreyttan gróður og dýralíf, sem gerir landið ákjósanlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Við erum stolt af gnægð dýrategunda, þar á meðal „hinum stóru fimm“ sem eru ljón, hlébarði, fíll, buffaló og nashyrningur.

Suður Afríka er íþróttaland með ýmsar íþróttagreinar þar sem fótbolti, krikket og ruðningur eru með þeim vinsælustu. Árið 2010 hélt landið í fyrsta sinn heimsmeistaramót í fótbolta með góðum árangri. Þetta var litríkt og magnað mót sem var ekki aðeins landinu til sóma, heldur allri álfunni. Því eins og við vitum þá hefur „hinn fallegi leikur“, eins og hann er kallaður, kraft til að hvetja og sameina heiminn. Þetta er stolt okkar sem lands.“

Mikil ástríða fyrir dýralífi

Sérsvið Tshepo í sjávarútvegsfræðum er stefnumótun. Hann bætir við: „Ábyrgð mín felur í sér samhæfingu stefnu- og lagaþróunarferla fyrir fiskeldi og innlandsfiskveiðar í Suður Afríku.“

Tshepo segist hafa valið sjávarútvegsfræði því hann hefur mikla ástríðu fyrir dýralífi. Og eftir að hafa lokið grunnnámi í dýrafræði og örverufræði lék honum forvitni á að kynna sér fiskeldi til að geta lagt sitt af mörkum til fæðu- og næringaröryggis, atvinnusköpunar og annarra mikilvægra markmiða sem varða þjóðina alla.

Líður eins og heima hjá sér á Íslandi

Um hvernig nám hans hér nýtist þegar heim er komið segir Tshepo: „Sú þekking sem ég hef aflað mér með dvöl minni hér mun stuðla að því að ég nái faglegum markmiðum mínum þegar ég fer aftur til Suður Afríku. Ég hef lært mikið varðandi fiskveiðistjórnun á Íslandi. Ég er hluti af teymi sem er að koma á nýju fiskveiðistjórnunarkerfi í landinu og því mun tími minn og reynsla hér nýtast sem hluti af viðmiðum þegar við förum í atvinnuuppbyggingu. Annað sem ég hef lært síðan ég kom hingað, er seigla. Ferðalagið hingað var ekki mjög auðvelt og fyrstu dagarnir voru erfiðir. En nú líður mér eins og heima hjá mér hér á Íslandi. Að geta fínstillt hugann í takt við nýja umhverfið hér, er reynsla sem mun nýtast mér allt mitt líf.

Starfsfólk HA áreiðanlegt, greiðvikið og býr yfir mikilli þekkingu

Hefur Háskólinn á Akureyri eitthvað sem aðrir háskólar hafa ekki? Tshepo svarar: „Ég tel að Háskólinn á Akureyri sé sérstakur á svo margan hátt. Í fyrsta lagi býr hann yfir áreiðanlegu og greiðviknu starfsfólki með mikla þekkingu. Vilji allra til að hjálpa náunganum er eitthvað sem stendur upp úr, að mínu mati.“

Og Tshepo heldur áfram: „Annað er að ég tel að samstarf háskólans og Fiskistofu sé mikilvægt því stöðugt er verið að hvetja til tengsla milli menntastofnanna og yfirvalda. Þetta er líklega eitthvað sem flest lönd myndu óska að þau hefðu. Mér finnst tæknin hér líka vera á hærra stigi í samanburði við háskólann sem ég gekk í. Notkun vélmenna til að sækja kennslu fyrir nemendur í sveigjanlegu námi er mér framandi og mér finnst það vera framúrstefnulegt.”

Kostir og gallar þess að búa á Akureyri

Tshepo dvaldi í Reykjavík áður en hann flutti sig norður til Akureyrar. Hann hefur því samanburð á tveimur íslenskum þéttbýliskjörnum. Um það segir hann: „Ég get sagt án efa að persónulega finnst mér þessi bær alveg magnaður. Fólkið hér er vinalegra og greiðviknara en fyrir sunnan og sýnir anda Ubuntu [samkennd og náungakærleik]“. Tshepo bætir við: „Veðrið er þolanlegt enn sem komið er, þó allt öðruvísi en heitu sólríku dagarnir okkar í Suður-Afríku. Að hafa þurft að kynnast snjó er eitt af því sem kann að meta við Akureyri. Það versta gæti verið sú staðreynd að hér er ekki mikil sól. En þar sem ég hef góða aðlögunarhæfni, hef ég lært að lifa við þetta óvenjulega ástand. En reyndar er það þannig að ef ég ákveð síðar að búa einhvers staðar annars staðar í heiminum en í Suður Afríku, og halda áfram í námi, þá yrði Akureyri klárlega fyrsti kosturinn; því nú líður mér, eins og áður sagði, virkilega eins og ég sé heima hjá mér.

Carolyn Chinguo Munthali Malaví er kallað „Hið hlýja hjarta Afríku“

Sebake leikur sér á Akureyri þegar loksins snjóaði eitthvað að ráði á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

 

“We are called the Rainbow Nation”

Tshepo Sebake is a student at GRÓ FTP (Fisheries Training Programme) which is housed at the University of Akureyri. He is 36 years old and comes from South Africa. His native language is Sepedi, a language located in the Limpopo province in the north of the country.

When Akureyri.net asked Tshepo to describe his country he replied:

“South Africa, the rainbow nation. The term rainbow nation was coined by the Archbishop Desmond Tutu, the Noble Prize winner and one of our great freedom fighters.

South Africa is the home of the great Nelson Rolihlahla Mandela, who was the first president of the democratic Republic of South Africa and also a Noble Prize winner. We are blessed with mountains, rivers, a long stretch of the coast, and therefore fisheries are an important part of our heritage. We are also blessed with a wide range of flora and fauna, making the country a good destination for tourists. We pride ourselves on the abundance of wildlife species which include the Big Five, that is lion, leopard, elephant, buffalo and rhino.

South Africa is a sporting country where several sporting codes with soccer, cricket and rugby as some of the most important ones. In 2010, the country successfully hosted a spectacular soccer world cup which was colourful. Representing not only the country, but the continent as well This was the first soccer world cup competition to be hosted in Africa and absolutely one of our proud moments, as we know, the beautiful game as it is called has the power to inspire and unite the world. This is our pride as a country.”

Passion for wildlife

Tshepo‘s specialty in fisheries science is strategic planning. He adds:“My responsibility is to coordinate policy and legal development processes for aquaculture and inland fisheries in South Africa.”

Tshepo says he chose fisheries science because he has a great passion for wildlife. After completing his undergraduate studies in zoology and microbiology, he became curious to know how aquaculture workers grow fish to contribute to food and nutrition security, job creation and other important goals for the whole nation.

Dedicated staff members with great knowledge.

Does the University of Akureyri have something special that you don’t get in other universities? “I believe the University of Akureyri is special in so many ways. Firstly, it has dedicated staff members with great knowledge. Their willingness to always help their fellows is what stands out for me. Another thing is that I believe the partnership between the university and the Directorate of Fisheries is important because the linkage between the academia and the authorities is always encouraged. This is probably something most countries wish they had. I also found the technology here to be of higher level in comparison to the university I went to. The utilization of robots to attend classes in the absence of students for example is something foreign to me and I found this to be progressive.”

Iceland feels like home

How can Tshepo best use what he learns here when he returns home? He says: ”The knowledge I have received during my stay here will contribute towards achieving my professional goals once I am back in South Africa. I have learned a lot regarding fisheries management in Iceland. I am part of a team that is establishing a new system of inland fisheries management in the country and therefore, my time and experience here in Iceland will form part of a point of reference when we embark on sectoral development.

Another thing I have learnt since I arrived here is resilience. It was not a very easy journey during the first days when we arrived here but today Iceland feels like home. The ability to fine-tune one’s mind in alignment with a new environment is most definitely a valuable life skill.”

Pros and cons of living in Akureyri

About that says Tshepo “I have stayed in Reykjavik before moving to Akureyri and I can say without a doubt that personally, I think this town is amazing. The people here are friendlier and more accommodating, and they display the spirit of Ubuntu (Compassion and togetherness). The weather is tolerable so far, although totally different to our hot sunny days in South Africa. Having to experience the presence of snow is also one of the things I like about Akureyri. The worst thing about Akureyri could just be the fact that there is not much sunlight, but as an adaptive person I have learnt to live with this unusual condition. Tshepo finally says: “In fact, if I ever decide to stay anywhere in the world in the future and further my studies, Akureyri will definitely be my first choice because at this stage it really feels like home.”

Malawi is called The Warm Heart of Africa