Fara í efni
Mannlíf

Auðvelt að tileinka sér það sem við lærum hér

Gesling L. Chee er frá Papúa Nýju-Gíneu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Gesling L. Chee er frá Papúa Nýju-Gíneu. Hann er 35 ára nemandi í Sjávarútvegsskóla GRÓ (áður Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna), sem er til húsa í Háskólanum á Akureyri. Sérsvið Gesling er sjávarútvegsstefna og stjórnun. Þetta er fjórða viðtalið af nokkrum sem Akureyri.net birtir við erlenda nemendur í skólanum.

English below

Móðurmál: Pidgin og enska.

Gesling segir um heimaland sitt: „Papúa Nýja-Gínea (PNG) er staðsett í Vestur- og Mið-Kyrrahafi. Hlutur landsins af heildar túnfiskveiðum er áætlaður um 500.000 tonn á ári. Það setur PNG í hóp helstu útflutningslanda í Vestur- og Mið-Kyrrahafi á túnfiski á markaði Evrópusambandsins.

Landslag PNG er fjölbreytt og í landinu er gnægð náttúruauðlinda, þar eru litlar, fallegar eyjar, hringlaga kóralrif (atolls) og þykkir regnskógar þar sem fjöldi dýra- og skordýrategunda lifa. Heildarlandsvæði Papúa Nýju Gíneu er áætlað 462.000 km2 sem samanstendur af nokkrum litlum og stórum eyjum“.

Og Gesling heldur áfram: „Papúa Nýja-Gínea býr yfir fjölbreyttum auðlindum, þar með talið fiskveiðiauðlindum. Efnahagslögaga PNG er um það bil 2,7 milljónir ferkílómetra (km2) og eyjaklasasvæði er um það bil 0,68 ferkílómetrar (km2). Lögsaga Papúa Nýja-Gínea liggur að efnahagslögsögu Salómonseyja, Ástralíu og Sambandsríkis Míkrónesíu. Íbúar PNG eru um 9 milljónir, margbreytilegur hópur enda eru í landinu meira en 850 ættbálkar sem samanstanda af Melanesíubúum, sem er stærsti hópurinn, Pólýnesíubúum og Míkrónesum.“

Námið í sjávarútvegsfræði

Gesling valdi sjávarútvegsfræði vegna þess að námið er í samræmi við starfsskyldur hans sem löggiltur fiskeftirlitsmaður.

„Þess vegna geri ég ráð fyrir að við lok námsins í Sjávarútvegsskóla GRÓ muni ég hafa öðlast nauðsynlegar upplýsingar og innsýn í fiskveiðistjórnun sem mun auka þekkingu mína og færni sem fiskeftirlitsmaður“, segir Gesling. Um gagnsemi námsins bætir hann við:

„Ég er þess fullviss að ég mun leggja mitt af mörkum til þróunarinnar heima eftir að hafa tekið þátt í umræðum og rannsóknum á Íslandi á námstímanum.“

Að mati Gesling hefur Háskólinn á Akureyri sérstöðu fyrir margra hluta sakir. Til að mynda vegna þess að „í skólanum er góður jarðvegur til að stunda þar nám, sérstaklega vegna þess hvað allt starfsfólk er hjálpsamt og vingjarnlegt“, segir Gesling. „Einnig finnst mér þau viðfangsefni sem kennd eru í HA vera mjög yfirgripsmikil, viðeigandi og hagnýtt, svo það er auðvelt að skilja, tengja við og tileinka sér það sem við lærum hér.“

„Ekkert betra en þessi friðsæld“

Að lokum er Gesling spurður hvort Akureyri sé góður staður til að vera á. Hvað er best og hvað er verst?

Gesling svarar: „Það hefur sannarlega verið ánægjulegt að búa hér síðustu tvo mánuði. Akureyri er fallegur og friðsæll staður í fallegu umhverfi með aðlaðandi landslag allt í kring. Þetta gerir Akureyri að betri stað til að búa á. Ekkert er betra en þessi friðsæld. Svo er stutt í alla nauðsynlega þjónusta og þægindi svo sem verslunarmiðstöðvar og fleira“, segir Gesling að lokum.

Fyrri viðtöl:

Carolyn Munthali Malaví er kallað Malaví er kallað „Hið hlýja hjarta Afríku“

Tshepo Sebake „Við erum kölluð Regnbogaþjóðin“

Geralda Margaret Ally Fékk tækifæri til að sameina tvær ástríður

_ _ _

The content of the topics/subjects taught in UNAK are easy to understand and relate to

Gesling L. Chee is from Papua New Guinea. He is a 35-year-old student in GRO fisheries school which is housed at the University of Akureyri. His specialty is Fisheries Policy and Management.

Native languages: Pidgin and English

This is how Gesling describes his country:

Papua New Guinea (PNG) is located within the Western and Central Pacific Ocean (WCPFO), and it contributes to the total tuna fishery capture at an estimated total of 500,000 metric tons per annum. This makes PNG ranked among the top tuna exporting countries to the European Union market in the Western and Central Pacific Ocean (WCPO).

PNG has a diverse geography with an abundance of natural resources, with small and beautiful islands and atolls, and thick rainforests that have so many species of animals and insects. Its total land area is at an estimate of 462, 000 km2 comprising of several small and large islands.

Gesling continues: “PNG is diverse in resources, among them the wealth of fisheries resources. It has a total size of Exclusive Economic Zone (EEZ) approximating up to 2.7 million square kilometers (km2) and Archipelagic Waters (AW) of approximately 0.68 square kilometers (km2). PNG’s EEZ borders with Solomon Islands, Australia, and the Federate States of Micronesia and has a population size of approximately 9 million people. PNG is so diverse in nature, such that it houses more than 850 tribes that comprises of Melanesians (which is the biggest group) and the Polynesians and Micronesians.”

The study in fisheries science

Gesling chose fisheries science because the course is in line with his professional duties, as a Fisheries Authorized Officer. “Hence, I anticipate that by the end of the program (GRO-Fisheries Training Program), I will have acquired much needed information and insights in fisheries management that will enhance knowledge and skills as a fisheries officer” says Gesling.

About the usefulness of his studies, Gesling adds: “I’m confident that I will contribute meaningfully to the developments back home from all that has been learnt through discussions, dialogues, and research while in Iceland for the duration of the program.”

In Gesling’s opinion University of Akureyri has a special position for example because: “Amongst many interesting things at UNAK, the environment is conducive to do studies especially with the additional assistance from all the friendly staff”, Gesling says. “Also, I find that the content of the topics/subjects taught in UNAK are very comprehensive, relevant, and sound such that is easy to understand and relate to for purposes of application.”

Finally, Gesling is asked if Akureyri is a nice place to be. What is the best thing about it? What is the worst thing?

“Nothing better than being so peaceful”

“Indeed, it is really a pleasure to be living in Akureyri for the last 2 months. Akureyri is such as nice peaceful place with the environment so beautiful with attractive sceneries right around. This makes Akureyri a better place to live in and there is nothing better than being so peaceful. All necessary services and amenities are at everyone’s disposal such as the shopping centers and others”, Gesling replies.