Fara í efni
Mannlíf

Malaví er kallað „Hið hlýja hjarta Afríku“

Carolyn Munthali frá Malaví í snjónum á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Carolyn Munthali frá Malaví í snjónum á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Carolyn Chinguo Munthali er nemandi í Sjávarútvegsskóla GRÓ (áður Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna) sem hýstur er við Háskólann á Akureyri. Hún er 32 ára og kemur frá Malaví. Móðurmál hennar eru Chichewa og Lomwe.

English below

Akureyri.net spjallaði við Carolyn og spurði hana meðal annars út í landið hennar, sem er að fjórðungi þakið vatni. Carolyn svarar: „Malaví er í suðurhluta Afríku og er landlukt af Mósambík, Sambíu og Tansaníu. Malavívatn er stærsta vatn landsins og er mjög fallegt. Vatnið laðar að sér marga ferðamenn og aðdráttaraflið er samofið dýrindis þjóðarréttum, sem útbúnir eru úr okkar staðbundnu fisktegundum; til dæmis Chambo, Kampango og Batala“, Og Carolyn bætir við:

„Fólkið í Malaví er mjög hlýtt og gestrisið og það er ástæðan fyrir því að landið er kallað Hið hlýja hjarta Afríku. Í landinu er mikill fjölbreytileiki hvað varðar tungumál og menningu en við erum öll tengd í gegnum matinn sem við borðum og persónuleika okkar.“

Ellefu nemendur frá níu löndum

Carolyn mun stunda nám sitt hér á landi í sex mánuði. Hún tilheyrir 11 manna hópi sem kemur frá 9 löndum; og öll stunda nám í sjávarútvegsfræðum við HA, en með mismunandi sérhæfingu. Sérgrein hennar er stjórnun og stefnumörkun í sjávarútvegi.

En hvers vegan valdi Carlolyn að mennta sig í sjávarútvegsfræðum? Jú, „sjávarútvegur er lykillinn að afkomu sjávarbyggða og fiskur er góð uppspretta ódýrs dýrapróteins í mínu landi,“ svarar Carolyn. „Ég gekk til liðs við sjávarútveginn til að geta lagt mitt af mörkum til að bæta afkomu í sjávarbyggðunum; fiskirannsóknum, skipulagningu og framkvæmd inngripa sem munu þróa sjávarútveginn.“

Fiskveiðar á Íslandi þróuðust ekki á einni nóttu

En hvernig mun Carolyn geta nýtt námið við HA þegar hún snýr heim til Malaví að Íslandsdvöl lokinni? Carolyn svarar því þannig að „með því að vinna á Skipulags- og þróunarsviði sjávarútvegsdeildar hefur sú aðild gefið mér nýja innsýn í hvernig eigi að þróa og framkvæma inngrip sem munu annars vegar halda veiðunum uppi og hins vegar tryggja þeim sem nýta fiskveiðiauðlindina betri afkomu. Fiskveiðar á Íslandi eru mjög vel þróaðar, og það gerðist ekki á einni nóttu.“

Og Carolyn heldur áfram: „Ég mun geta beitt nokkrum af þeim aðferðum sem notaðar hafa verið á Íslandi til að þróa sjávarútveginn í Malaví.“

„Elska veðrið hér!“

En hvernig líður henni hér? Hvað er best við að dvelja á Akureyri og hvað er verst?

Carlolyn segist njóta dvalarinnar í þessum fallega bæ. Henni finnst kostur að Akureyri er ekki stór svo stutt er í flest þægindi og nauðsynjar. „Það er hægt að fara í afslappandi göngutúra og jafnhliða notið fallegs landslags.“ Carolyn bætir við: „Ég elska líka veðrið hérna. Fyrir einhvern eins og mig sem kemur úr hitabeltinu er veðrið mér samt ekki erfitt. Það sem mér finnst verst við Akureyri er að strætó er ekki alltaf tiltækur þegar maður er með fullt af innkaupapokum“, segir Carolyn hlæjandi að lokum.

Malawi is called The Warm Heart of Africa

Carolyn Chinguo Munthali is a student at the GRÓ Fisheries Training Programme (formerly United Nations Fisheries Academy), which is housed at the University of Akureyri. She is 32 years old and comes from Malawi. Her native languages are Chichewa and Lomwe. Akureyri.net chatted with Carolyn and asked her, among other things, about her country, which is about a quarter covered with water. Carolyn answers: “Malawi is a land-locked country in southern Africa, surrounded by Mozambique, Zambia and Tanzania with Lake Malawi as its largest Lake. The Lake is very beautiful and attracts a lot of tourists. This is coupled by our delicious meals featuring the endemic fish species of Chambo, Kampango and Batala among others. The people are very warm and welcoming, and this is why it is called the Warm Heart of Africa. The country is very diverse when it comes to languages and culture, but we are connected by the food we eat and our characters.”

Eleven students from nine countries

Carolyn will study in Akureyri for six months. She is one of 11 students from 9 countries; all studying fisheries science at the University of Akureyri, but with different specializations. Her specialty is Fisheries policy and Management.

But why did Carolyn choose to study fisheries science?

“The fisheries sector is very key to the livelihoods of fishing communities and fish is a good source of cheap animal protein in my country. I joined the fisheries sector to contribute towards the drive to improve the livelihoods of the fishing communities through the provision of quality services in fisheries extension, fisheries research, planning and implementation of interventions that will develop the fisheries secto,.” Carolyn answers.

Did not develop overnight

How will her studies be useful when she returns home to Malawi?

“Being in the planning and development division of the Department of Fisheries, the fellowship has given me new insights on how to develop and implement interventions that would sustain the fishery on one hand and, on the other hand, ensure that those using the fishery resource have a better livelihood. The fisheries in Iceland are very well developed and that did not happen overnight. I will be able to apply some of the strategies that have been used in Iceland to develop the fisheries sector in in Malawi.”

“I love the weather here!”

Finally, Carolyn is asked about good, and bad things of staying in Akureyri:

“Akureyri is very beautiful, says Carolyn, safe and quiet. I am enjoying my stay in this beautiful city and I like the fact that it is not very big, so most of the amenities are found in one place. You can take a relaxing walk while enjoying the beautiful scenery. I also love the weather here, for someone like me who comes from the tropics, the weather is not harsh.

“The only negative thing is when buses are not available and you have a lot of shopping bags,” she adds and laughs!