Fara í efni
Mannlíf

Fékk tækifæri til að sameina tvær ástríður

Geralda Margaret Ally frá Seychelles-eyjum, nemandi í Sjávarútvegsskóla GRÓ. Ljósmynd: Skapti Hallgr…
Geralda Margaret Ally frá Seychelles-eyjum, nemandi í Sjávarútvegsskóla GRÓ. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Geralda Margaret Ally er 32 ára nemandi í Sjávárútvegsskóla GRÓ sem hýstur er í Háskólanum á Akureyri. Sérgrein hennar í náminu er fiskveiðistjórnun og stefna.

Margaret er frá Seychelles-eyjum og móðurmál hennar er Creole Seychellois (franskur uppruni). Þetta er þriðja viðtal Akureyri.net af nokkrum; við erlenda nemendur í Sjávarútvegsskóla GRÓ.

English below

Eyjarnar eru draumastaður fyrir brúðkaupsferðir

Margaret lýsir heimaslóðum sínum fyrir blaðamanni með þessum orðum:

„Seychelles-eyjar er lítið eyríki sem samanstendur af 115 eyjum. Það er staðsett í Indlandshafi og telst hluti af meginlandi Afríku. Ef þér finnst íbúar Íslands vera fáir þá erum við aðeins um 92.000 talsins. Seychelles er hitabeltiseyjar og það kemur ekki á óvart að helsti atvinnuvegur okkar er ferðaþjónusta. Eyjarnar eru til dæmis draumastaður fyrir brúðkaupsferðir. Sjávarútvegur er næst mikilvægasta atvinnugreinin og helsta uppspretta fæðuöryggis og próteina.“

Tvær ástríður

Margaret er hagfræðingur að mennt en verandi eyjastelpa valdi hún að fara í nám í sjávarútvegsfræði því hún hefur alltaf laðast að sjónum og öllu sem viðkemur honum – stóru og smáu. Hún segir: „Ég fékk tækifæri til að sameina þessar tvær ástríður með því að vinna með Fiskveiðistjórn Seychelles-eyja. Í stuttu máli vinn ég með kraftmiklu teymi úr ýmsum áttum sem aðstoðar núverandi og mögulega fjárfesta í greininni og framtíðarþróun hennar.“

En hefur HA sérstöðu í hennar huga fram yfir aðra háskóla? Um það segir Margaret:

„Það sem mér finnst frábærast við Háskólann á Akureyri er hvað allir leggja sig fram og hvernig fjárfest er í tækni. Þetta gerir námið miklu auðveldara og aðgengilegra. Það sýnir samviskusemi og áhuga starfsmanna og stjórnenda til að tryggja að nemendur hafi aðgang að námsefni.“

Um hvort, og þá hvernig námið muni nýtast þegar heim er komið svarar Margaret: „Frá upphafi hefur þetta snúist um þá reynslu og þekkingu sem Íslendingar hafa af sjávarútvegi. Hvað hefur virkað og hvað ekki. En mikilvægast er að við fáum að vinna með hæfum og reyndum sérfræðingum að rannsóknarverkefni sem varpar ljósi á núverandi vandamál og aðstæður í heimalandi okkar.“

Gaman að upplifa vetur

Um Akureyri segir Margrét: „Það er stutt í allt sem mig langar að gera og gaman að fá vetrarupplifun. Ég er samt áfjáð í að komast aftur heim, láta sólina brenna mig og njóta sjávaröldunnar“, segir Margaret að lokum.

Fyrri viðtöl:

Carolyn Munthali Malaví er kallað Malaví er kallað „Hið hlýja hjarta Afríku“

Tshepo Sebake „Við erum kölluð Regnbogaþjóðin“

_ _ _

Opportunity to combine two passions

Margaret Ally is a 32-year-old student at GRÓ FTP (Fisheries Training Programme) which is housed at the University of Akureyri. Her specialty is Fisheries management and policy.

Margaret is from the Seychelles and her native language is Creole Seychellois (of French origin).

A honeymoon dream destination

In a conversation with Akureyri.net she describes her home country with these words:

“Seychelles is a small island state with 115 islands. It is situated in the Indian ocean. It is also part of the African continent. If you think the population of Iceland is small you should meet our 92 thousand people. Seychelles is a tropical island, and it is no surprise that our main economic activity is tourism. It is a honeymoon dream destination for many. Fisheries is the second most important sector and the main source of protein and food security.”

Two passions

Margaret is an economist but as an island girl she chose to study fisheries science as well, because she has always been attracted to the sea and everything related to it – big and small. She says: “I got the opportunity to combine these two passions by working with the Seychelles Fishing Authority. In short, I work with a dynamic team from various backgrounds that assist the existing and potential investors in the industry and its future development.”

Does the University of Akureyri have something special that she doesn’t get in other universities? Margaret answers:

“What I find most impressive with the university of Akureyri is the extra mile and investment in technology. This has made learning much easier and accessible. It shows the dedication of staff and management to ensure that students have access to learning materials.”

About whether, and then how her studies will be useful after she returns home, Margaret replies: “From the start, it has been about Iceland’s experience and knowledge in the fisheries sector. What has worked and what has failed. But most importantly we get to work alongside these qualified and experienced professionals on a research project highlighting a current problem or situation in our home country.”

Nice to have a winter experience

And finally, Margaret’s view of staying in Akureyri: “This town has everything close by which I enjoy. It is nice to have a winter experience but however, I’m too keen to go home and be burned by the sun and enjoy the waves.