Fara í efni
Mannlíf

Landsliðsmaður frá Sviss til liðs við Þór

Landsliðsmaður frá Sviss til liðs við Þór

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við svissneska bakvörðinn Jeremy Landenbergue sem er 28 ára gamall og 191 cm á hæð. Þettta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Lið Þórs hefur misst bæði Írann Jordan Connors (sem stundum hefur verið nefndur Jordan Blount) og Bandaríkjamanninn Jonathan Lawton vegna meiðsla. Jeremy er mættur til Akureyrar og vonast er til að hann verði með í næsta leik, gegn Keflavík á fimmtudaginn.