Fara í efni
Mannlíf

Jóladagatalið: Fyrsti gluggi opnaður í dag

Eins og síðustu ár bregður Akureyri.net á leik í desember með jóladagatali og verður fyrsti glugginn opnaður í dag.

Fyrir jólin 2021 birtust fróðleiksmolar frá Minjasafninu á Akureyri daglega frá 1. desember til jóla um ýmislegt tengt jólahaldi á árum áður. Á síðasta ári sagði hópur fólks frá jólalögum sem eru í uppáhaldi.

Að þessu sinni rifja 24 viðmælendur upp fallega minningu frá jólum eða aðventunni.

Þegar fyrsti glugginn verður opnaður kl. 11.00 í dag, 1. desember, segir Aðalstein Bergdal leikari frá miklum spenningi fyrir jólin 1953 – og eftirminnilegri og óvæntri jólagjöf sem hann fékk í það skipti.