Fara í efni
Mannlíf

Rachael Lorna Johnstone prófessor

JÓLADAGATAL AKUREYRI.NET

19. desember – Rachael Lorna Johnstone, prófessor við Háskólann á Akureyri

Let’s sing something!

Pabbi minn var prestur í skosku kirkjunni (Church of Scotland) þannig að jólin okkar snerust að mestu leyti um kirkjustarf. Pabbi og mamma vöru bæði mjög upptekin við trúarþjónustu, heimsóknir til fólks og jólasöng, svo ekki sé minnst á allt sem þurfti að versla inn fyrir fjölskyldujólin, skreytingar og eldamennsku.

Tvær messur og jólasöngur
Á aðfangadagskvöld, fórum við í jólasöng til aldraðra í sókninni og færðum þeim jólakort með gjafabréfum (sem ég vona að hafi bætt upp fyrir slæman söng okkar). Síðan mættum við í fjölskylduguðsþjónustu klukkan 18. Svo var það miðnæturguðsþjónustan sem var alltaf þess virði að vaka fyrir, þar sem við fengum að opna gjafirnar okkar þegar við komum heim!

Pabbi sagði glaðlega, „syngjum eitthvað!“ og kór af tölum barst frá kirkjubekkjunum sem svar.

Jóladagsmessan skemmtilega
Á jóladag gat pabbi loksins slakað á. Messan á jóladag var alltaf óformleg og skemmtileg. Krakkar mættu með nýjustu leikföngin sín til að sýna pabba þau og hann reyndi að skilja nýjustu græjurnar og tískuna. Risaeðlur, lestir og fótboltar voru í lagi. Pokemon, tamighochi og Bósi Ljósár þurftu aðeins meiri útskýringar.

Hvað á að syngja?
Það var ekkert prentað sálmablað á jóladag. Þetta var einn dagurinn þar sem söfnuðurinn fékk að velja. Pabbi sagði glaðlega, „syngjum eitthvað!“ og kór af tölum barst frá kirkjubekkjunum sem svar. Þeir sem hrópuðu hæst fengu sitt val.

Svo þegar ég hugsa um jólin, heyri ég enn röddina hans hrópa: „Let's sing something!“