Fara í efni
Mannlíf

Haukur á hattinum velur 10 bestu lögin

Haukur Tryggvason vert á Græna hattinum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Haukur Tryggvason vert á Græna hattinum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Hlaðvarpsþættir njóta sífellt meiri vinsælda og eru nokkrir sendir út reglulega frá Akureyri. Einn þeirra er 10 bestu sem Ásgeir Ólafsson Lie heldur úti; Ásgeir spjallar við fólk og gesturinn velur 10 lög, þau „bestu“ eða lög sem af einhverjum ástæðum eru í uppáhaldi. Í nýjasta þættinum, sem fór í loftið í gær, er Haukur Tryggvason á Græna hattinum gestur Ásgeirs.

Þættirnir snúast ekki eingöngu um tónlist heldur er gjarnan farið um víðan völl og margt ber á góma. Til dæmis birti Ásgeir nýlega stórskemmtilegan þátt þar sem hann ræddi við Akureyringinn Þráin Lárusson, athafnamann á Austurlandi. Enginn áhugamaður um góðar sögur verður svikinn af því að hlusta á Þráinn segja frá ævintýralegu lífshlaupi!

Smelltu hér til að hlusta á nýjasta þáttinn með Hauki Tryggvasyni og aðra þætti

Smelltu hér til að fara á Facebook síðu þáttanna 10 bestu

Smelltu hér til að fara inn á heimasíðu Podcast Stúdíó Akureyrar