Fara í efni
Mannlíf

Hátíðlegt lag eða henta stuð og stemning?

JÓLALAGIÐ MITT

Reynir Gretarsson, vert á LYST í Lystigarðinum

Ég hef alltaf verið smá jólabarn og hef gaman af þeim hefðum sem myndast í kringum mat og hittinga yfir hátíðarnar, bæði vina og fjölskyldu. Ég hef nokkrum sinnum verið erlendis yfir jól eða rétt fyrir og ekkert er jólalegra en fallega skreyttir jólagarðar og jólamarkaðir þar sem möndlu lyktin er allsráðandi, og jólaseríur út um allt.

Mér finnst mörg jólalög skemmtileg en oft erfitt að finna rétta jólalagið í réttu aðstæðurnar. Hvort lagið eigi að vera hátíðlegt eða stuð og stemning. Mitt uppáhaldslag þessi jól er Fyrir jól með Purumönnum. Heyrði það fyrir tilviljun í Vikunni með Gísla Marteini og hefur ekkert lag toppað það síðan. Mikið stuð og enn meiri stemning. Smellið hér til að hlusta á lagið.

Önnur lög sem láta mig alltaf syngja með væri helst Dansaðu vindur með Eyvør og Það snjóar með Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni. Smellið hér til að hlusta á Eyvør og hér til að hlusta á Sigurð og Memfismafíuna.

Hef síðan verið að ögra jóla playlistanum aðeins undanfarið með smá hip hop jólalögum, oftar en ekki endast þau lög ekki lengi á lista.