Fara í efni
Mannlíf

Eyvör í dansandi vindi og Sniglar á jólahjóli

JÓLALAGIÐ MITT

Adda Þóra Bjarnadóttir, hársnyrtimeistari á hárgreiðslustofunni Spectru

Tvö jólalög sem eru í uppáhaldi hjá mér koma strax upp í hugann. Annars vegar er það jólalag æsku minnar, lagið Jólahjól með Sniglunum. Við mamma spiluðum það rosalega mikið. Við áttum kassettutæki og lagið var á snældu sem var vel spiluð. Hins vegar er það lagið Dansaðu vindur með Eyvöru Páls og tengist það elstu dóttur minni. Það lag hefur undanfarið verið mest spilaða jólalagið á mínu heimili og þegar það er spilað þá er dansað og sungið með. Við hlustum annars töluvert á jólalög hér á hárgreiðslustofunni. Við erum oftast með útvarpið í gangi en þar sem það er svo mikið af rólegum jólalögum í útvarpinu gengur það ekki þegar líða tekur á daginn og þá reynum við að finna einhver hressari jólalagalista, t.d. með Baggalút.

Smellið hér til að sjá og heyra Jólahjól og hér til að hlusta á Dansaðu vindur.