Fara í efni
Mannlíf

Bara eitt jólalag sem veldur mér ekki ógleði

JÓLALAGIÐ MITT

Matthías Kristjánsson, húsasmíðameistari á Akureyri

Ég hef óbeit á jólunum og öllu sem þeim tengist, þar á meðal jólalögum. Eina jólalagið sem veldur mér ekki ógleði er No Presents for Christmas með King Dimond. Í gamla daga mætti ég stundum í jólaboð hjá félögunum þar sem þetta lag var spilað til að koma mönnum í gírinn. Þetta jólaboð var alltaf haldið annan í jólum og þangað mættu menn sem voru kannski einhleypir og komnir með upp í kok af jólaboðum. Þegar leið á nóttina vorum við bleksvartir með einhvern Breiðholtslanda í brúsa að hlusta á þetta lag. Ég á mjög góðar en óljósar minningar frá þessum jólaboðum. King Dimond ratar ekki oft undir nálina hjá mér í dag, en þetta lag hefur staðist tímans tönn og þolir alveg að það sé hækkað í græjunum.

Smellið hér til að hlusta á lagið.