Fara í efni
Mannlíf

10 bestu: Sverrir Ragnarsson

Sverrir Ragnarsson er viðmælandi Ásgeirs Ólafssonar Lie í nýjasta hlaðvarpsþættinum í röðinni 10 bestu. Hann fluttist til Bandaríkjanna fyrir 30 árum til þess að læra ensku en „núna þjálfar hann framkvæmdastjóra Microsoft og fleiri í að verða betri menn og yfirmenn. Hvernig komst hann þangað?“ segir Ásgeir í kynningu á þættinum.

„Hann er Akureyringur í húð og hár og hann elskar bæinn sinn. Hann gæti vel flutt hingað aftur í komandi framtíð. Hann talar fallega um lífið, stelpurnar sínar tvær og er jákvæður svo í sólina skín. Hann er að gefa út sína fyrstu bók í haust og það er bara líflegt andrúmsloft í kringum þennan skemmtilega og góða dreng,“ segir Ásgeir og bætir við: „Mæli með að hlusta. Mikið hlegið en alvaran samt ekki langt undan.“

Smellið hér til þess að hlusta á þáttinn.