Starfsfólk Vélfags boðað til fundar kl. 10
Vélfag hefur boðað starfsfólk sitt til fundar í dag kl. 10, að því er fram kemur í frétt Vísis. Þar er vitnað í Alfreð Tulinius stjórnarformann sem segir að farið verði yfir framhaldið. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið í uppnámi í tengslum við frystingu fjármuna og þvingunaraðgerða sem fyrirtækið sætir vegna meintra tengsla við rússneskt fyrirtæki. Vélfag og Ivan Kaufmann, meirihlutaeigandi félagsins, tapaði fyrr í vikunni máli á hendur íslenska ríkinu í tengslum við þvingunaraðgerðirnar, en hefur tilkynnt að því verði áfrýjað til Landsréttar. Utanríkisráðuneytið hafði áður neitað að framlengja þá undanþágu sem hafði gert fyrirtækinu kleift að starfa.
Í frétt Vísis kemur fram að Alfreð hafi staðfest að fundur yrði haldinn með starfsólkinu þar sem ætlunin væri að ræða framhald starfseminnar. Hluthafafundur hafi verið haldinn til að fara yfir málið.