Fara í efni
Fréttir

Safna kjólum og selja á bleikum október

Verslunin Kista í Hofi og Akureyri Backpackers safna kjólum þessa viku, selja í Hofi á laugardag og söluandvirðið rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Þetta er þriðja árið í röð sem þær Katrín í Kistu og inga Lilja á Backpackers standa fyrir viðburði sem þessum.

„Þið munið hvað var geggjað gaman fyrir ári síðan. Nú endurtökum við leikinn. Kista og Akureyri Backpackers taka höndum saman og selja flotta kjóla til styrktar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis“ segir á Facebook síðu Kistu.

Okkar framlag í bleikan október og dekurdagana á Akureyri, segir á síðunni.

Söfnunin hefur staðið yfir alla þessa viku. Síðasti möguleiki til að gefa kjóla er í dag. Hægt er að koma með kjólana í Kistu eða að hringja í síma 8524555 og óska eftir því að kjólarnir verði sóttir.

„Spurning hvort það leynist ekki í skápnum kjólar sem langar út!! Sjáumst n.k. laugardag í kjólapartýi ársins. Það verða fleiri sölubásar með flottum notuðum kjólum en flottasta sláin verður til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar,“ segir á Facebook.