Fréttir
Níu doktorar vilja stjórna Stofnun Vilhjálms
23.09.2025 kl. 08:45

Háskólinn á Akureyri að Borgum. Mynd: unak.is
Níu umsóknir bárust um stöðu forstöðumanns Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar (SVS), en umsóknarfrestur var til 15. ágúst. Þetta kemur fram á vef Háskólans á Akureyri, en stofnunin heyrir orðið undir hann. Umsóknirnar eru komnar í ráðningarferli samkvæmt reglum HA um ráðningar í akademískar stöður en gert er ráð fyrir að ráða í stöðuna sem fyrst að því ferli loknu.
Umsækjendur eru eftirtaldir:
- Dr. Adam Daniel Fishwick, rannsóknastjóri og gestaprófessor
- Dr. Aneta Aleksandra Ostrowska, SAk, skurðstofa - sótthreinsun
- Dr. Maria Ackrén, prófessor í stjórnmálafræði með sérstaka áherslu á sjálfstjórn eyja
- Dr. Mike Pavelec, forstöðumaður, Schriever Space Scholars (USSF), Johns Hopkins University – SAIS. Washington DC, USA
- Dr. Rachael Lorna Johnstone, prófessor, Lagadeild Háskólans á Akureyri
- Dr. Rasmus Gjedssö Bertelsen, prófessor
- Dr. Renuka Badhe, Formaður skipulagsendurskoðunarnefndar (Organisational Review Commtee), IASC
- Dr. Sigríður Dalmannsdóttir, sérfræðingur
- Dr. Sölmundur Karl Pálsson - Stundakennari við Mannfræðideild og Auðlindastofnun Háskólans í Manitoba og rannsakandi við Háskólann í Winnipeg.
Málefni norðurslóða eru sífellt meira áberandi í umræðunni á heimsvísu, en Stofnun Vilhjálms Stefánssonar er sjálfstæð rannsóknastofnun sem heyrir undir Háskólann á Akureyri og kemur að rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum á Íslandi og erlendis.