Fara í efni
Fréttir

Niceair: London, Köben, Tenerife

Akureyrska félagið Niceair hefur áætlunarflug frá Akureyri til þriggja áfangastað í júní. Greint var frá því við stofnun félagsins að flogið yrði til Bretlands, Danmerkur og Spánar en nú liggja nákvæmari upplýsingar fyrir: flogið verður til London, Kaupmannahafnar og Tenerife.

Jómfrúarflug er áætlað 2. júní næstkomandi og verður bókunarvél félagsins ræst fljótlega.

Félagið hefur fest sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum en þessi tegund flugvélar er langdræg og hentar vel fyrir aðstæður á Akureyri ásamt því að hafa gott fraktrými, skv. upplýsingum frá Niceair. Fyrst um sinn verður Niceair ekki með eigið flugrekstrarleyfi, það verður á vegum portúgalska leiguflugfélagsins Hifly, eiganda þotunnar sem Niceair hefur leigt.

Smellið hér til að lesa um stofnun Niceair.