Fara í efni
Fréttir

Logi um HA: Í upphafi skyldi endinn skoða

Logi Einarsson þingmaður Norðausturkjördæmis og formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir mikilvægt að svara ákveðnum spurningum játandi áður en af sameiningu Háskólans á Akureyri (HA) og Háskólans á Bifröst verði.

Þetta kemur fram í grein þingmannsins sem birtist á Akureyri.net í dag.

Logi segir HA hafa breytt eðli og ásýnd Akureyrar á mjög skömmum tíma og styrkt búsetuskilyrði víða á landsbyggðunum.

Hann skrifar meðal annars:

„Er tryggt að nemendum við sameinaðan skóla verði áfram gert kleift að stunda nám til meistarastigs án skólagjalda, í öllum tilvikum? Er öruggt að staðarnemum á Akureyri fækki ekki enn á kostnað aukinnar fjarkennslu (einsog auðveldlega má lesa út úr fýsileika skýrslunni). Er víst að megin þorri starfa við skólann leki ekki suður til Reykjavíkur (eins og í tilfelli Háskólans á Bifröst) og geri fræðasamfélagið á Akureyri fátæklegra? Það er mikilvægt að þessum spurningum verði svarað játandi áður en slík sameining yrði kláruð, að öðrum kosti hefði sameiningin verulega slæm áhrif á Norðurland; skaða samkeppnisstöðu svæðisins og ýta enn undir neikvæða byggðarþróun í landinu.“

Smellið hér til að lesa grein Loga