Fara í efni
Fréttir

Bílaleiga Akureyrar kaupir um 800 bíla

Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Stein­grím­ur Birg­is­son, forstjóri Bíla­leigu Ak­ur­eyr­ar, gerir ráð fyrir að þetta ár verði ámóta og það síðasta hjá ferðaþjónustunni. Fyrirtækið kaupir um 800 nýja bíla í ár, álíka marga og í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Það fóru að detta inn bók­an­ir um og eft­ir páska. Þetta fer hægt og ró­lega af stað og er í takt við okk­ar áætlan­ir. Ég geri ráð fyr­ir að er­lend­ir ferðamenn verði á bil­inu 5-600 þúsund í ár. Þetta ferðamanna­ár verður álíka og í fyrra. 2020 byrjaði vel og svo var sum­arið ágætt. Ég á samt ekki von á að ferðaiðnaður­inn kom­ist á neinn skrið fyrr en á næsta ári,“ segir Steingrímur í blaðinu.

Bíla­leiga Ak­ur­eyr­ar seldi töluvert af eldri bílum í fyrra. „Við keypt­um líka 800 bíla á síðasta ári og mun­um kaupa annað eins í ár. Við ætluðum að kaupa 1.200-1.300 bíla í fyrra en færðum hluta þeirra yfir á þetta ár. Við kaup­um sam­tals 1.600-1.700 bíla, sem er ágæt­is end­ur­nýj­un. Við erum klár­lega með nýj­asta flot­ann. Við vilj­um halda flot­an­um eins nýj­um og mögu­legt er,“ seg­ir Stein­grím­ur.